Jörð - 01.12.1931, Qupperneq 135
MYNDIR
209
Jörð]
hæfni er nauðsyn ber til; menn verða forfallnir þrælar
þröngra áhugamála, svo sem atvinnu, fjársöfnunar eða
þess að koma börnunum sínum ‘»áfram«; eða þeir eru
undanlátssamir við þá tegund leti, sem hér getur verið
um að ræða.
M E Ð A L þess, er fer forgörðum hjá ófáum, er
ánægjan af því að skoða myndir. Menn telja sig jafnvel
upp úr því vaxna. Og þó er það að skoða myndir, ekki
nema eitt af því, sem á að lærast betur með aldrinum, en
ekki týna niður.
Fæstir hér á landi eiga þess teljandi kost að skoða mál-
verk eða höggmyndir', sem eru þær tegundir mynda, sem
mest sál og snilld er lögð í; enda er það eitt af því, sem
læra verður við æfingu, a. m. k. sé um það að ræða að
hafa víðtækan hæfileika til að geta notið myndlistar.
Ljósmyndir sjá allir margt af, og fer það mjög í vöxt við
hraðvaxandi útbreiðslu ljósmyndunartækja meðal al-
mennings til skemmtunar. En myndunarefnið, sem um er
að ræða í ljósmyndum vor á meðal, er auðvitað ákaflega
takmarkað: kunningjar, landslag og mannvirki innan
lands. Hér er þó um myndir að ræða, sem telja má, að
öllum notist eitthvað.
Kvikmyndir koma ekki hér við sögu. Eru þær sérstæð-
ari, og verður væntanlega seinna vikið að þeirn sérstak-
lega í »Jörð«.
Myndir þær, er vér höfðum sérstaklega í huga í fyrsta
kafla greinar þessarar, er prentmyndir. Þær eru skiljan-
lega víðtækastar allra mynda: allra mynda eftirmyndir.
Með góðum prentmyndum má því jafnt gefa sæmilega .
skýrar hugmyndir um málverk og höggmyndir, m. ö. o.
myndlist, sem um útlit manna, mannvirkja og landslags
eftir ljósmyndum, sem teknar eru beint af myndunarefn-
um þessum. Með þeim vana að skoða góðar prentmyndir,
má því bæði fá miklu gleggri hugmyndir um líf og verk
nútíma sem liðins tírna, sem og um það sérstaklega, er
framleitt hefir verið bezt í myndlist fyr og síðar: verk
innblásinna listamanna, sem alið hafa mannkynið flestum