Jörð - 01.12.1931, Page 136
210
MYNDIR
[Jörð
fremur upp til að skilja og meta sannleika og fegurð;
veitt inn í mannheim einhverri hinni göfugustu nautn og
menntunarlind.
A L L I R geta, þegar til kemur, haft gaman af prent-
myndum. Hinsvpgar er ökki gerandi ráð fyrir, að hinar
göfugustu þeirra, eftirmyndir sígildra listaverka, njóti
sín til nokkurrar hlítar gagnvart hverjum,og einum. Eins
og allt annað, sem eitthvað er í varið, verður slíkt að
lærast við ástundun. Margir eru þó það eðlilega innrætt-
ir og mörg listaverk það látlaus í snilld sinni, að um ó-
blandna ánægju er að ræða, þó að ekki sé vegna neinnar
to.mningar sJcoðunar. Með tvennu móti' getur tamning
skoðunar: alþýðlega og fræðilega. Alþýðleg myndamennt-
un kemur fram, þegar gengið er einfaldlega á lag barns-
legrar myndagleði; haldið áfram barnsvananum eða hann
tekinn upp að nýju: að skoða myndir með einföldum inni-
leik af því, að maður finnur í innra eðli sínu einhvern
skyldleika við þær, eitthvað sem laðast að þeim. Þessl
einfalda myndskoðun er þó ekki einfaldari en það, að
hún þroskast með árum eins og annað, sem eðlileg alúð
er lögð við. Djúp, kyrlát nautn; aukinn skilningur á eig-
in eðli, göfgun tilfinninga, markmiða og lífernis getur
siglt í kjölfar hinnar alþýðlegu myndskoðunar. Fegurðar-
tilfinningin lærir að þelclcja á sjálfa sig; hún verður síður
að leiksoppi ónáttúrlegrar tízku, sem slagar líkt og stýris-
- taust skip öfganna á milli. Og stafar ýmisleg og örlög-
þrungin hamingja í lífi manna og þjóða af öruggri og
eðlilegri, menntaðri fegurðartilfinningu; en ekki verður
farið nánar út í það núna.
Hefir hér verið lýst lauslega alþýðlegri myndamenntun.