Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 137
NÁTTÚRLEG LÍFSNAUTN
211
Jörð]
Náitúrleg lífsnautn
ogafstaðafagnaðarerindisinstil hennar.
»W E E nicht liebt. Wein, Weib und Gesang,
er bleibt ein Narr sein Leben lang«.
Ljóðlínur þessar, sem eru eftir hinn mikla kennara ís-
lenzku kirkjunnar, siðbótarhöfundinn Martein Lúther,
eru frægar, svo að segja, um öll lönd, og mætti þýða á ís-
lenzku sem svo:
»Hver, sem ei elskar víf, söng og vín,
verðskuldar flónsnafn, unz ævin dvín«.
Þér dettur nú kannske í hug, lesari góður, að siðbótar-
maðurinn hafi verið að svíkjast um, er hann setti hend-
ingar þessar saman. Og sumir eru nú ef til vill þannig
sinnaðir, að þeim detti í hug, að þarna sjáist bezt, að
mannleg náttúra krefjist þess af innri þörf að svíkjast
öðru hvoru um gagnvart hinum stranga húsbónda og
kennara lífsins: trúarbrögðunum, siðferðisalvörunni.
Engum sé að náttúrunni hennt að lifa helgra manna lífi.
Oss þætti a. m. k. ekkert undarlegt, þó að einhverjir
hugsuðu sem svo: »Heimurinn« marglastaði veit ekki bet-
ur. Og góð og gegn kirkjunnar börn vita í rauninni mörg
heldur ekki betur; þau vita t. d. ekki betur en að það að
skemmta sér við dans, hljóti að vera sama sem að svíkj-
ast um.
Varla mun fjarri sanni, að flestum sýnist nokkurskon-
ar tvískifting í lífinú: heimurinn sé nú þannig gerður,
að menn hljóti, vilji menn hafa nokkuð út úr honum,
hvort heldur sé gagn eða gleði, að þjóna bæði Guði og
Syndinni. Einungis verði að gæta þess að iðrast eftir á,
og' þó helzt í ævilokin. En hversu ómennileg lífsskoðun
þetta er og þvílíkt, það mun væntanlega hver maður átta
sig á við eiiitla umhugsun: Að lifa lífinu með það fyrir
augum að ganga á bak þess alls, þegar til reikningsskap-
ar kemur; eyða ævinni vísvitandi í þeirri ætlun að af-
neita allri framkomu sinni í verulegum þáttum lífsins,
sem menn hafa lifað. Þarf ekki að eyða fleiri orðum að
því. En við þetta lendir, að margur heitir enn í dag á