Jörð - 01.12.1931, Page 138
212 NÁTTÚRLEG LÍFSNAUTN [Jörð
Krist hversdagslega, en á Þór til harðræðanna, líkt og
sagt er um Helga hinn magra, landnámsmann. Menn
treysta ekki aðferðum Jesú Krists gegnum þykkt og
þunnt í vinnu sinni og fjármálum. Menn treysta ekki að-
ferðum hans, þegar ráða skal fram úr vandamálum einka-
lífsins. Og menn treysta honum ekki til að viðurkenna og
veita þá lífsnautn, þá skemmtun, sem þeir finna gervallt
eðli sitt hungra og þyrsta eftir. Því er unnvörpum »heit-
ið á Þór« til harðræðanna enn í dag. Og því heldur víst
margur út um allan heim, er kannast við hendingarnar,
sem mál þetta var hafið með, að siðbótarhöfundurinn
hafi sízt verið barnanna beztur undir niðri. Og mörgum
Kirkjunnar manni gremst kannske við hann, að hann
skyldi ekki geta setið á sér — allténd þó að segja ekkert.
Svo að vér leggjum vort til þessara mála, þá viljum vér
taka það jafnskjótt fram sem skoðun vora, að allir þurfi
að létta sér upp öðru hvoru. Og þó að sumu ráðnu og
rosknu fólki finnist kannske það komast vel af án þess
og að aðrir ættu að komast af án þess, þá álítum vér það
einungis merki um, að fólk þetta sé orðið ástríðubundið
við einhver sérstök atriði lífsins í stað þess að vera
frjálst. Allir þurfa þess með að láta gamminn geysa ein-
stöku sinnum; fleygja af sér erviðisflíkunum, hvort held-
U)’ er köllunarstarfsins eða siðferðisbaráttunnar og vera
um stund réttir og sléttir sjálfir þeir; njóta lífsins, eins
og það kemur þá fyrir; lofa blessaðri sólinni að skína á
sig beran, og hlæja og hoppa og syngja, eins og sólin og
frjálsræðið blæs manni í brjóst. M. ö. o. skemmta sér alls-
hugar, áhyggjulaust eftir tilefni líðandi stundar, líkt og
börnin gera og unga fólkið jafnvel líka innan um og sam-
an við — án þess að neinn kenni nema Móðir Náttúra.
En þess er bara að gæta, að þetta er alls ekki að svíkj-
ast um — eða á ekki að þurfa að vera það; enda má ekki
fara fram í þeirri hugmynd. Þetta er lífið sjálft, eins og
Skaparinn hefir gengið frá því; hluti af eðlilegu alhæfu
lífi. Skemmti Jesús Kristur sér kannske ekki, líkt og hver
annar, þegar svo bar undir, að hann lenti á gleðifundum?
Þá hann ekki veizluboð? Var hann ekki nefndur vínsvelg-