Jörð - 01.12.1931, Qupperneq 139
NÁTTÚRLEG LÍFSNAUTN
213
Jörð]
ur og átvagl af þeim, er atyrða frelsið: náttúrlegan gang
þess lífs, sem Guð hefir skapað og áskapað, enda þótt það
sé hafið óravegu upp yfir óhóf? Eða kannist þér við
Fransíslcus frá Assisí, er kallaður hefir verið helgasti
kristni maður miðaldanna? Hann sá Jesú í sýn og bar
upp frá því sáraför hans á líkama sínum, líkt og Þeresa
gerir, hin þýzka mær, nú á vorum dögum. Fransískus var
maður, sem stundum kunni sér varla læti fyrir gleði.
Orkti hann þá og söng og lék undir á hörpu og skemmti
sér úti í Guðs grænni náttúrunni.
Þannig var Lúther vor, kennari íslenzku kirkjunnar,
sízt að svíkjast um, er hann bæði í orði og verki lýsti yfir
ást sinni á gleðilindunum, sem Skaparinn hefir gætt nátt-
úrlega tilveru. Heldur sést af fáu betur, hversu vel hann
skildi Meistara þann og Drottin, sem flutt hafði mann-
kyni hinnar vondu samvizku fagnaðarerindið um rétt og
frelsi þess, sem Guð hefir skapað og áskapað; rétt og
frelsi náttúrlegrar tilveru; fagnaðarerindið um, að Guð
sé alörlátur Faðir, stórmannlegur í mildi sinni, jafnframt
því að vera stórhuga í kröfum sínum. Lúther leiddi aftur
' til öndvegis náttúrlega fegurð og frjálsa gleði, ástgjafir
Guðs til bama sinna, sem óhófsemi og vond samvizka
annars vegar, en trúarhroki, þröngsýni og öfund hins
vegar höfðu dregið ofan í skarnið. Lúther leiddi þessa
góðu anda aftur til hins óhagganlega hásætis, sem höf-
undur trúar hans og vorrar hafði reist þeim.
Vér þurfum því ekki að stelast, til að gleðja oss á þann
hátt, sem oss er eðlilegur. Skaparinn hefir ætlast til, að
vér gerðum það af heilum huga, en ekki hálfvolgir. En
þakkir verða að búa oss í hjarta; undir niðri alltaf, og
öðru hvoru í fullri vitund líka. Þakkir til hins alörláta
Föður, sem ann oss af Föðurlegri viðkvæmni og stór-
mannleik, sem ekki verður jafnast á við, fullrar lífs-
nautnar. Því án þakkargerðar helzt engum á blessun
góðrar gjafar. Allt saurgast í höndum vanþakkláts
manns. Vér getum og tekið mark á því, að rísi lofgerð
ósjálfrátt upp í hjartanu yfir gleði, sem verið er að njóta,
Jpá er stundin góð. Ef að maður aftur á móti feer ekki