Jörð - 01.12.1931, Síða 140
214
NÁTTÚRLEG LÍFSNAUTN
[Jörð
þakkað barnslega fyrir sig gagnvart Gjafaranum allra
góðra hluta, þá er þess ekki að vænta, að sú skemmtun
sé honum til uppbyggingar. Og þó er ekki víst, að
skemmtunin sé í sjálfu sér óholl. Líklegast er, að það sé
maðurinn, sem þá er athugaverður.
Oss er löngum minnisstætt kvæði nokkurt eftir enskt
skáld að nafni Thompson, sem orkti kringum síðustu
aldamótin. Er hann talinn meðal hinna allrafremstu í
bókmenntasögunni, er orkt hafa ljóð trúarspekilegs efnis.
f kvæðinu er sagt frá manni, sem er á sífelldum flótta
undan einhverju, sem hann hugsar sér sem nokkurskonar
blóðhund og nefnir »haturshundinn«. Finnst honum of-
sóknarandi sá, er hann nefnir svo, hata sig; hata eðli sitt
og gleði; vilja rífa frá sér allt, sem fagurt er og nautn er
að í lífinu. Og hann er á þindarlausum flótta undan »hat-
urshundinum«, — unz honum að lokum er ekki undan-
komu auðið. Þá snýr hann sér við og býst til að horfa í
augu ofsóknarandanum en uppgötvar, að hann hefir flúið
— eigin ímyndun; ímyndun sekrar samvizku. Því frammi
fyrir honum ljómar ásjóna, sem ósegjanleg' örlætismildi
stafar af. Og manninum verður Ijóst, að öll fegurð og
gleði lífsins er gjafir Iians, sem ekki verður komizt und-
an. Og að sá, sem vill neyta’þeirra sem frjáls maður, get-
ur fengið svo að segja allt, sem hjarta hans þráir; allt
sem honum er eðlilegt að njóta. En ætli einhver sér þá
dul, sem algengt mun, að taka sjálfur það, sem ekki er
unnt að eignast frjálst nema sem gjöf; taka, í stað þess
að þiggja, fegurð lífs og gleði, — þá verður ekki komizt
undan tilfinningunni um að stelast, — stela; brjótast, —
brjóta. Þá er maðurinn þorir ekki að horfast í augu við
Alvald Tilverunnar, þó að hann trúi því kannske, að
nafninu til, að Hann sé Kærleikur, Faðir; heldur sér
hann eins og útundan sér; — þá verður ekki hjá því kom-
izt, að honum finnist sífellt »haturshundurinn« á hælum
sér. Þá finnst honum hann verða að stelast og stela, brjót-
ast og brjóta, — eigi hann að hafa nokkuð í sinn hlut af
því, sem eðli hans segir honum eindregið, að honum beri
af fegurð lífs og frjálsri gleði. Og að lokum er hann þá