Jörð - 01.12.1931, Síða 141
Jörð] NÁTTÚRLEG LÍFSNAUTN 215
eltur uppi ; enginn endist langa ævi til að njóta lífsins á
þann hátt. Þá er seint að sjá, að lífið hefir verið eintóm-
ur flótti undan eigin hamingju. Og er þó betra seint en
aldrei. Því ekki er ósennilegt, að margur heimsmaðurinn
hafi endað ævina, án þess að snúa við; hagað sér líkt og
rádýrskálfur nokkur, sem vér lásum um ekki alls fyrir
löngu. Hafði hann lent í skógareldi, en orðið bjargað af
mönnum. Brauzt hann þá um í fangi þess, er bar hann ;
losaði sig og hljóp í ofboði beint í bálið, og átti ekki aft-
urkvæmt.
Langur vegur er frá, að vér séum með orðum þessum
að dylgja um eilíft helvíti. En ósegjanlega sorglegt er þó
hlutskifti það að flýja örlæti hinnar eilífu Mildi; flýja í
fangið á glórulausri vanþekkingu á lögmálum lífsins. Því
óhugsanlegt er annað, en að sá vegur, hinna tilbúnu ljósa,
endi í myrkri, og að þar verði »grátur og gnístran tanna«.
En svo að ég snúi mér aftur beint að umtalsefninu, þá
dettur mér í hug að taka það fram viðvíkjandi hending-
unum, er ég fór með í öndverðri ræðunni, að vitanlega á
ekki að skilja þær svo, að hann mæli neina bót og sízt, að
hann sé að mæla með óreglu og slarki. Það er óregla að
brjóta í bága við lögmál lífsins; og það er slark að leita
sér unaðar við það tímum saman. Þá er gengið eftir hin-
um tilbúnu ljósum, er ég gat um áðan, út í myrkrið. Hitt
er frelsið, að þora og nenna að lifa djarft og fagurt eftir
lögmálum lífsins; þora og nenna að fylgja hjarta sínu,
sem er annað en girndir, jafnt þegar um það er að ræða
að taka sig fram sem um hitt að stilla sig. Þá munu menn
verða hraustir og fagi’ir; kunna að drekka af gleðilindum
lífsins jafnt því að inna af höndum skyldu sína í verki og
viðmóti.
UNGI nutímamaður! Jesús Kristur megnar að veita
allt þetta. Hann einn megnar að veita fulla allsherjar-
framkvœmd þess í framtíðinni. Nú þegar megnar hann
að veita þér það öðrum fremur, eins og hann veitir öðr-
um fremur skilninginn á því. Því hann er Sannleikurinn
—-og »sannleikurinn mungerayðurfrjálsaa., (Jóh. 8,32.).