Jörð - 01.12.1931, Side 142
21G
FÆÐINGARRÉTTUR HENNAÍt
tJörð
Fæðingarréttur hennar.
(írsk saga).
Þýdd af Snorra HuUdórssyni.
HÖFUNDUR sögu þessarar, sem vann með henni fyrstu
verðlaun, 2 þúsund pund sterling, í samkeppni 1923, segir:
»Sagan er sönn í aðalatriðum. Mér var sögð hún af manni, sem
ekki aðeins þekkti söguhetjuna persónulega, heldur var líka kunn-
ugur atvikum þeim, sem stuðluðu að niðurlægingu hennar og hug-
prýði í því að hefja sig upp aftur. Auðvitað eru smábreytingar
svo sem nöfn og staðaheiti«.
S A G A sú, er hér hefst, er æfisaga mín, og þar sem
ég er ekki lengur ung, segir hún frá viðburðum, sem hóf-
ust fyrir 40 árum eða meira, í fæðingarsveit minni á ír-
landi.
Það var mikið um fátækt og- sóðaskap í fátækari hér-
uðum landsins míns, í þá daga, og ef til vill nær það
aldrei fyllilega öðrum löndum í framfönim. Sem dæmi
þess, hvað við vorum skammt á veg komin, skal ég geta
þess, að um 16 ára aldur hafði ég aldrei séð vatn koma
ur vatnspípu; hið eina rennandi vatn, sem ég þekkti, kom
úr fossinum bak við litla kofann, sem við lifðum í okkar
hálfgerða villimannalífi, eftir því sem nú mundi verða á
það litið.
VI Ð áttum heima nálægt á, og því á ég að þakka leikni
mína í að synda, sem seinna hafði mikil áhrif á líf
mitt — en ég kem að því aftur.
Ég var lítil, þegar móðir mín dó; og faðir minn, sem
var alltaf ölvaður, og ég sá aldrei fyllilega ódrukkinn,
kvongaðist fljótlega aftur. Stjúpa mín bætti með tíman-
um sjö börnum við í heimilið, sem var of hlaðið áður; eru
írar frjósöm þjóð, og foreldrar mínir hugsuðu ekkert um
framtíð smælingjanna, sem þau svo hirðuleysislega bættu
við þjóðfélagið. Ef til vill. var það vel farið, þegar faðir
minn hrapaði fyrir sjávarhamra, eina nóttina, og sást