Jörð - 01.12.1931, Page 143
Jörð]
FÆÐINGARRÉTTUR HENNAR
217
aldrei aftur, enda þótt hvarf hans hefði af okkur »vök-
una« (yfir líkinu), en okkur þótti gaman að ^vöku^.1)
Hátíðahöld, einnig þess eðlis, voru sjaldgæf í okkar hluta
heimsins. ,
Þegar faðir minn var farinn, var stjúpa mín um hríð
einráð skapanorn okkar. Hún var kona harðbrjósta og
með hörkusvip, og hugmynd hennar um barnauppeldi, var
sú, að berja þau og skamma. Hún hataði mig fremur öll-
um hinum, og stafaði það auðvitað meðfram af því, að ég
var af fyrra hjónabandi. Þess háttar stjúpmæður finn-
ast meðal fleiri stétta í heiminum en írskra bænda; að
öðrum kosti hefði ég kennt um fáfræði hennar.
KOFARNIR, sem þorpsbúar bjuggu í, hefðu getað
vakið aðdáun ferðamanna, sem þó í þá daga heimsóttu
mjög sjaldan okkar stöð’var. Stóðu kofarnir undir hæðum
meðal grænna trjáa, og þangað barst niðurinn frá fossi,
e'r var í grendinni. En í hverjum kofa var ekki að finna
utan tvö herbergi, sem fjölskyldan varð að nota til alls;
tieðra herbergið notuðu auk þess skepnurnar utan úr
garðinum: svín, endur, hænsni og gæsir, sem gengu inn
og út, jafnófeimin sem fjölskyldan sjálf.
Við elduðum á stórum, opnum hlóðum og höfðum furu
að eldsneyti; var maturinn soðinn í stórum járnpotti, þrí-
fættum. Veggirnir í kringum hlóðirnar voru svartir af
sóti og gljáandi af fitu. Húsgögn voru brotin og léleg, og
gólfið var sóðalegt moldargólf, með fáum fjölum hingað
og þangað.
Þegar allt var birgt á vetrarkvöldum, hefði samdaunn-
inn gert heilbrigðisfulltrúa nútímans gráhærða. En þið
skiljið það, að ég hafði aldrei kynnst öðru en ræflum,
fýlu og fátækt, svo að þetta gerði mér engin óþægindi.
Ég var svo mikið sveitabarn, að ég hafði aldrei séð borg,
hvorki stóra né smáa og um 16 ára aldur jafnvel aldrei
séð járnbrautarlest. Stundum drattaðist vagn í gegnum
i) Lítur út fyrir að þessi írska »vaka« sé nokkurs konar erfis-
drykkja.
15