Jörð - 01.12.1931, Side 144
218 FÆÐINGARRÉTTUR HENNAR [Jörá
hið afskekkta þorp okkar, og vakti sá viðburður uppþot,
er varaði í marga daga á eftir.
HIÐ vesæla umhverfi mæddi mig ekki, en grimmd
stjúpu minnar var það, sem ég gat ekki umflúið. En ég
held, að þeir fái umbun, sem verst eru leiknir í þessu lífi.
Síra Mike (frb. mæk) reyndist huggari minn í æsku.
Hann var dásamlegur prestaöldungur, einlægur, vin-
gjarnlegur og góður; var hann hinn eini vinur minn.
Hann kenndi mér að lesa og dálítið að skrifa, og hann
kenndi mér grasafræði og náttúrusögu, eftir því sem auð-
ið var, af jurtum og dýrum í kringum okkur. Eg held
ekki, að hann hafi haft þekkingu sína úr bókum. Hann
var náttúruskoðari, einn af guðs miklu mönnum, þrátt
fj’-rir hina óhreinu hempu sína og fátækt, sem var nærri
því eins tilfinnanleg og var meðal safnaðarins.
Eg hafði altaf mikið að gera, því að eg átti að vinna
í garðinum, strokka rjómann, mjólka kýrnar og gæta
barnanna, þar á meðal hvítvoðungsins; því að alltaf var
eitt í vöggu, frá því eg mundi eftir mér. Eg var vön, allt
frá því ég var smátelpa, að ganga með barn í poka, fest-
um á bakið, líkt og Flökkulýðurinn1) gerir ennþá, að ég
held.
Þegar ég var 14 ára, var ég veik og þreytt orðin af
grimmd stjúpu minnar, og hugsaði um það eitt, hvernig
ég gæti komizt burt úr þorpinu. Ég átti engan eyri í eigu
minni; og eini vinur minn var presturinn, sem var nærri
því eins fátækur og við sjálf; svo þess virtist langt að
bíða, að færi gæfist.
Þá var það einn sumardag,. þegar ég var 16 ára; ég
hafði verið að þvo þvott, og tekið börnin íneð mér, að
ánni, til að leika sér; hún var djúp og breið á þeim stað.
Timmy, einn af þeim minnstu, var að vaða á grynning-
unum, þegar yngsta barnið greip fötin hans, sem hann
hafði skilið eftir á bakkanum, og kastaði þeim í ána, svo
i) Lítill þjóðflokkur, er um aldabil hefir flakkað um Norðurálf-
una; upprunninn í Indlandi, Nefnist Síyojnur 4 erlendu máli,