Jörð - 01.12.1931, Page 145
Jorð]
FÆÐINGARRÉTTUR HENNAR
219
að þau bárust fyrir fossinn. Tvö af hinum börnunum
reyndu að bjarga þeim, en lentu auðvitað í ána, og voru
nærri því drukknuð fyrir vikið. Mér tókst að bjarga þeim
báðum, en ekki fötunum. Þau voru farin veg allrar ver-
aldar.
Þegar stjúpa mín sá Timmy klæðlausan, og heyrði,
hvað við hafði borið, gaf hún mér sitt undir hvort, og
skammaði mig svo, að mér líður það víst aldrei úr minni.
Svo var ég reið yfir slíku ranglæti og vanþakklæti, að ég
svaraði fólinu beiskyrðum, en hún greip þá gamalt sóp-
skaft og barði mig, þangað til börnin hljóðuðu af hræðslu.
Mér tókst að sl'eppa úr greipum hennar og þjóta upp stig-
ann og upp í baðstofu, en heyrði að hún kom á eftir og
var ég dauðhrædd. Hún var í þeim illskuham, sem ein-
ungis slíkar konur koma í, og hefði ef til vill drepið mig,
hefði ég ekki stokkið út um baðstofugluggann og hlaupið
leiðar minnar, svo hratt sem ég gat.
Stjúpa mín flýtti sér til dyranna, með sópskaftið í
hendinni, en til allrar hamingju fékk ég óvænta liðveizlu
jif forvitnu svíni, sem birgði fyrir kofadyrnar og tafði
stjúpu mína. Þannig komst ég talsvert á undan, en hún
var fljótt á hælunum á mér; hljóp ég gegnum skóginn
rennvot, eftir ævintýrið í ánni, komst inn í kofa séra
Mikes og lokaði dyrunum.
Gamli maðurinn hafði verið að ljúka við að búa til hinn
óbrotna kvöldverð sinn og sneri sér við undrandi yfir að
sjá mig.
»Stjúpa mín eltir mig«, hrópaði ég.
Hann var skjótráður; ýtti hann mér inn í matarskáp
og læsti hurðinni, og þegar stjúpa mín kom, sagði hann
henni, og Guð blessi hann fyrir að gera það, að hann
hefði ekki séð mig.
Ég heyrði á rödd stjúpu minnar, að hún var ekki viss
um, að hann segði satt, en jafnvel hún þorði ekki að ögra
prestinum, eða krefjast þess að rannsaka kofann hans.
»Jæja«, tautaði hún. »Látum hana bíða, þangað til ég
næ í hana; það nægir mér!«
Ég sá hana aldrei aftur. Ég hata hana ekki nú orðið.
15*