Jörð - 01.12.1931, Page 146
220 FÆÐINGARRÉTTUR HENNAR [Jörð
Tíminn mildar hinar verstu móðganir, og ég veit, að hún
var fáfróð, óhefluð og átti við afskaplega hörð kjör að
búa, með hina miklu fjölskyldu sína og fátækt.
Fyrir góða hjálp séra Mikes, fékk ég í nokkra daga
skýli í kotunum í kririg. Allir þekktu sögu mína og aumk-
uðu mig, og þeir, þessir bláfátæku þorpsbúar, skutu sam-
an dálítilli upphæð harida mér, og síra Mike bætti við það
tuttugu króna gullpeningi, sem hlýtur að hafa tekið hann
árabil að spara saman.
Ég get ekki lýst því, hve mikil gleði það hefir verið
mér, síðan kjör mín bötnuðu, að geta goldið þessum vin-
um mínum gjafir þeirra tífalt.
Séra Mike átti bróður í Liverpool (frb. liverpúl), og
þessum góðu mönnum tókst að útvega mér far þangað.
Ég vonaði að það mundi verða til Ameríku, hins fyrir-
heitna lands allra fátækra, írskra útflytjenda; en Eng-
land virtist þó álitlegra en írland, og skilnaðarorð hins
góða prests hljómuðu í eyrum mínum á leiðinni.
»Vertu góð stúlka Bridget (frb. bridsidd). Lestu bæn-
irnar þínar á hverju kvöldi, og ef að þú verður ástfangin,
þá fullvissaðu þig um, hvort hinn ungi maður ætli að
eiga þig«.
Þetta voru látlaus heimaráð, en ég mundi þau allt af, og
ég mundi einnig, hversu oft minn kæri, góði vinur, hinn
ráðvandi gamli prestur, þurfti að þurka af gleraugunum
sínum þann dag.
FERÐIN í vöruflutningsrúminu var mjög óþægi-
leg, en ég gat ekki veitt mér annað betra; og kærði mig
lítið um það. Þess ber að gæta, að ég vissi svo lítið um
heiminn, að ég 'hafði enga hugmynd um, hvað beið mín.
Ég hlýt að hafa litið mjög einkennilega út. Ég var með
snoðklippt hár, og var það þó á þeim tíma, sem drengja-
kollur og skór var óþekkt á kvenfólki. Ég var í kjól úr
rauðröndóttum baðmullardúk, í lafafrakka með látúns-
hnöppum, og linan karlmannshatt, sem hafði sjáanlega
lifað sitt fegursta, og var skilnaðargjöf frá manni, sem
hafði bersýnilega skoðað hann sem ættargrip. Frakkann