Jörð - 01.12.1931, Síða 147
Jörð] FÆÐINGARRÉTTUR HENNAR 221
hafði ökumaður nokkur átt, og námu löfin við jörð. Kjóll-
inn bar búinn til sérstaklega handa mér, af góðum vilja
en lítilli kunnáttu; var hann allt of stór, og á honum ein-
hverskonar leggingar af grænum blúndum. En ég var
samt upp með mér í þessum afkáralega búningi, þó að
hann gerði kyn mitt svo óþekkjanlegt, að stýrimaðurinn
taldi réttara að spyrja mig, hvort ég væri piltur eða
stúlka.
Ég hafði dálitla peningaupphæð, bundna innan í klút
um hálsinn á mér, og það var allur minn farangur.
Ferðin heppnaðist mjög illa, og endaði þannig, að eld-
ur kom upp ( skipinu. Af óttanum sem greip menn, stukku
margir fyrir borð, en þó vildi svo vel til, að enginn lét
lífið. Sundkunnátta mín kom nú að góðu liði, því mér
tókst að bjarga átta mannslífum. Meðal þeirra, sem ég
bjargaði, var auðug kona nokkur, að nafni Kinnerton,
sem haí'ði árangurslaust reynt að komast í einn af bát-
unum, sem settir voru á flot, þegar hræðslan stóð sem
hæst.
Ég man eftir því, að ég reyndi' að komast upp í róðrar-
bát, hlaðinn fólki, og að grimmilega var barið í handlegg-
ina á mér af manni, sem ég þykist viss um, að hafi verið
vi'ti sínu fjær. Það var ekki góð meðferð á veslings stúlku.
Þetta varð til þess, að farið var með mig á sjúkrahús,
er til Liverpool kom. Dag nokkurn komu tveir heldri
menn til þess að sjá mig, og benti annar þeirra á mig og
sagði við hinn: »Þetta er stúlkank Ég lá þarna skjálf-
andi, þangað til ég heyrði nefnt nafn frú Kinnerton.
Og hið næsta sem ég vissi af mér var það, að ég var
borin í sjúkravagn og flutt á yndislegt hjúkrunarheimili,
þar sem ég hafði herbergi ein, gullfallegt rúm með lökum
úr líni, og mér var veitt öll sú hjúkrun og allt það dekur,
sem fá má fyrir fé. Og þá var það einn dag, meðan ég lá
þar, og var að hugsa um, hvort ég væri ekki í raun og
veru komin til himnaríkis, að velgerðakona mín kom, til
þess að vitja um mig. Hún var elskuleg kona miðaldra,
góðleg, göfug og óeigingjörn, en ég sá, að hún var ennþá
taugaveikluð eftir viðburðina á skipinu. Og þegar hún
V