Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 148
222 FÆÐINGARRÉTTUR HENNAR [Jörð
var farin, kom fréttaritari • og maður, sem tók mynd af
mér, sem birt var í einu blaðinu. Ég á hana ennþá, þó að
hún sé nú orðin máð af elli. Einn dag virtist ég vera all-
þýðingarmikil persóna, og nefnd kvenna kom til þess að
sjá mig, og færðu þær mér stóran blómvönd og körfu
með aldinum, og gáfu mér mörg loforð um það, sem þær
ætluðu að gera fyrir mig seinna.
Mér þótti lífið líkast draumi í þá daga, og ég var nógu
ung til þess að gera mér hinar unaðslegustu vonir um
framtíðina. Þegar frú Kinnerton kom til mín í annað
sinn, hafði hún herbergisþernu sína með sér og marga
böggla með fötum, handa mér til að vera í, þegar ég væri
orðin hraust. Ég tók skjótum framförum og hún var glöð
yfir því að sjá, hvað ég hresstist vel.
»Góða mín«, sagði hún með sínum blíða málróm, »þú
veittir mér þá mestu hjálp sem maður getur manni veitt.
Þú bjargaðir lífi mínu, og þegar þú ert orðin hraust, þá
vil ég að þú komir heim til mín, og þar bíða þín fimm
hundruð pund sterling« (ca. 10000 kr.).
Og þegar hún fór burtu gaf hún mér nafnspjald sitt
með árituðu heimilisfangi.
»Ég er að fara til Suður-Frakklands«, sagði hún.
»Taugar mínar eru í ólagi eftir það, sem fyrir mig kom.
Ungfrú Burton (frb. börton) mun gæta þín, meðan ég er
fjærverandi. Hún er skrifari minn«.
Ég reyndi að þakka henni, en ég talaði svo mikið
hrognamál, að það er vafasamt, hvort hún hefir skilið
mig. En hún kyssti mig, og gaf mér tíu punda seðil (ca.
200 kr.), og sagði mér að vera hughraust.
Elskulega, ljúfa, góða kona! Hún vissi ekki, hvað mikið
barn ég var. En mér batnaði brátt og einn af læknunum
ók mér í vagni sínum að húsi frú Kinnerton og skildi mig
þar eítir. Byrjaði þannig hið nýja líf mitt.
Ég hringdi dyrabjöllunni, og hurðin var opnuð af ótta-
legri karlkynsveru, enskum dyraverði í allri sinni tign.
Hann starði á mig með steinhörðu augnaráði, því þó að
ég væri laglega búin í föt, sem frú Kinnerton hafði gefið
mér, þá var hrognamál mitt hræðilegt, og ég býst við, að