Jörð - 01.12.1931, Síða 152
226 FÆÐINGARRÉTTUR HENNAR [Jörð
átt. Við bjuggum saman í herbergi í einum af fátækustu
hlutum borgarinnar, þangað til hún fór heim til fólksins
síns í sveitinni. Hún var yndisleg stúlka, góð, trú og
starfsöm. Við gengum alltaf í kvöldskóla eftir að hafa
unnið kappsamlega í veitingahúsinu á dagin. Ég á henni
mikið að þakka.
Hár mitt óx nú ört. Það sló á það dásamlegum, rauð-
um blæ, sem með mínum svörtu augum — spánversk augu
hafa sumir nefnt þau — gerði útlit mitt áberandi. Karl-
mönnunum í veitingahúsinu þótti vænt um mig og þeir
gáfu mér oft drykkjupeninga.
Tauber reyndi að fá mig til að þjóna aðeins karlmönn-
unum til borðs. Og í eyrum mínum klingdi stöðugt sú
hvatning hans: »Vertu væn við þá, Mary«. Ég var svo
einföld og saklaus, að ég tók það bókstaflega sem hann
sagði, og gerði mitt bezta til að brosa við þeim öllum, og
hugsaði nákvæmlega um, hvers þeir þörfnuðust. Ég held,
að sakleysi mitt hafi vakið einhverja sómatilfinningu hjá
þessum mönnum. Því þó þeir væru oft að erta mig og
kalla mig »Erín«,1) þá náði það aldrei lengra.
Það eru margir sómamenn í heiminum. Það getur ver-
ið, að sumir segi annað, en ég veit' nú þetta. Og þegar
einhver piltanna ætlaði að verða sérstaklega blíður, þá
dembdi ég yfir hann verndarspurningu séra Mikes: »Er
það áform þitt að eiga mig?« Og svo varð hlátur úr öllu
saman; en þetta reyndist einhlýtt til þess, að koma í veg
fyrir meiri ástleitni.
Eftir að Rósa fór, bjó ég með annari þjónustustúlku,
sem hét Sússa. Við urðum aldrei vinir á þann hátt, sem
við Rósa höfðum verið. Sússa var grófgerð stúlka og
grunnhyggin; hún var alltaf að lesa eldhúsrómana eða
ganga úti með »náungum«, eins og hún nefndi þá. Stund-
um var hún eitthvað undarleg útlits, þegar hún kom
heim, og hún var að fá krankleikaköst, sem gerðu henni
nauðsynlegt að drekka sitt uppáhalds-»meðal«, en það
gerði langvinna lykt af andardrætti hennar. Nei, Sússa
var engin fyrirmynd. Hún var stór stúlka og digur, og
!) írska nafnið á Irlandi.