Jörð - 01.12.1931, Qupperneq 153
Jörð] FÆÐINGARRÉTTUR HENNAR 227
hún hafði gaman af því að skreyta mig. Hún hafði sína
aðferð til þess að afla sér aukinna tekna. Og ég var svo
græn, að ég skildi það ekki. En hún var oft að gefa mér
bendingar í þá átt. Eftir að ég hafði búið með Sússu um
tíma, fór maður nokkur að venja komur sínar til Taubers
og borða þar morgunverð á hverjum degi. Hann var mjög
laglegur, og ég hygg, að hann hafi í laumi samið við Tau-
ber um, að ég skyldi alltaf þjóna honum til borðs. Sússa
varð þessa vör, og mér er óhætt að segja, að henni varð
illa við mig fyrir vikið. Hann var ólíkur öllum öðrum,
sem vöndu komur sínar í veitingahúsið.
Sannarlega var hann svo töfrandi, að það var ekki að
furða, þótt ég yrði fljótt hrifin af honum. Nú varð hún
ónauðsynleg klausan hans Taubers: »Vertu væn við
hann«.
Hann sagði mér, að hann héti Arthur Fernley; og þeg-
ar hann hafði borðað morgunverð hjá okkur um það viku
tima, heppnaðist honum einn morgun að ná utanum hend-
ina á mér, og segja við mig í hálfum hljóðum: »Mary,
hvað segir þú um það, að hitta mig í lystigarðinum í
kvöld kl. 8?« Ég fann að blóðið þaut fram í kinnarnar á
mér, og komst í svo mikla geðshræringu, að ég gat varla
talað. Herra Fernley, hinn fallegi, vel búni og aðlaðandi
Fernley, vildi í raun og veru fá mig á stefnumót þá um
kvöldið.
»Er það áform þitt að eiga mig, herra?« sagði ég, því
mér datt í hug hið góða ráð séra Mike. »Já sannarlega,
Mary,« sagði hann í lágum róm. Sússa athugaði mig ein-
kennilega um kvöldið, þegar ég var að búa mig út, til þess
að hitta herra Fernley. Ég sagði henni ástæðuna til þess,
að ég bjó mig í skart, og bætti því við, að ég ætlaði að
eiga hann. Hún hló um leið og hún stakk upp í sig mola
af súkkulaði.
»Heimskinginn þinn!« Var allt sem hún sagði.
f þrjár vikur fór ég á fund Fernleys á hverju kvöldi. Að
þeim liðnum sagði hann mér, að móðir sín væri komin
heim og mættum við því ekki hittast eins oft. Ég tók
skýringu hans trúanlega; en hami fór aldrei með mig