Jörð - 01.12.1931, Side 154
228 FÆÐINGARRÉTTUR HENNAR [Jörð
heim til sín og fór aldrei með mig þangað, sem við hittum
annað fólk, enda þótt hann gæfi mér gjafir.
Hann virtist vera hræddur við moðir sína, sem hann
sagði, að væri mjög afbrýðisöm kona; og ég sá í anda
tengdamóður, sem eitthvað líktist minni eigin stjúpu. Ég
fékk ekki að vita það fyr en löngu seinna, að móðir hans
var dáin fyrir nokkrum árum. Hann kyssti mig oft, og
var blíður við mig, en ég tók eftir því, að hann tók að
verða eitthvað óþreyjufullur; þegar giftingu okkar bar á
góma, sagði hann venjulega stuttur í spuna: »Ég verð að
tala fyrst um það við móður mína«.
Svo var það dag nokkurn, að hann sagði mér að móðir
sín hefði neitað að veita samþykki sitt til ráðahagsins, og
yrðum við því að giftast leynilega. Hann kvaðst þekkja
prest, sem mundi gefa okkur saman, þó að svona stæði á.
Ég vildi skrifa séra Mike og segja honum frá þessu,
því um þesar mundir var ég orðin allvel skrifandi. En
Arthur mátti ekki heyra það nefnt, og sagði mér, að ég
mætti ekki undir neinum kringumstæðum segja nokkrum
manni frá þessu.
Svo fórum við til »prestsins«, og þó að hann hefði eitt-
hvað við sig, sem ég var ekki ánægð með, þá þótti mér
svo vænt um Arthur, að ég setti það ekki mikið fyrir mig.
, (Frh.).*
-----------------
77/ kaupenda „Jarðaru.
Þ E I R, sem ætla sér að gera svo vel að greiða and-
virði fyrsta árgangs »Jarðar«, kr. 5.00, geri svo vel að
senda upphæðina sem fyrst til afgreiðslunnar, Prent-
smiðju Odds Björnssonar á Akureyri. öllum, sem ritið
hefir verið sent og ekki hafa sent á móti andvirði í Þorra-
byrjun eða endursent ritið, verður send póstkrafa. Ekki
verður öðrum sendur 2. árgangur en þeim, sem skuld-
lausir eru um 1. árgang. Nýir kaupendur sendi andvirði
1. árgangs, kr. 5.00, með pöntun; verður hann sendur
meðan til hrekkur. Gjalddagi 2. árgangs »Jarðar« er
Jónsmessa.