Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 155
Jörð] FRÆÐSLUKERFI ÍSLANDS 22!)
Frædslukerfi íslands
i.
— E R Þ A Ð til? Því skal ekki svarað hér. Vér erum
leikmenn í skólamálum, eins og fyr hefir verið viður-
kennt frjálslega; erum ekki færir um, að svo stöddu, að
deila um orð á því sviði og verðum kannske aldrei. Mun-
um vér þannig ekki kveða upp úr um, hvort íslenzka
þjóðin eigi það, er kalla megi almennt fræðslukerfi. Hins
vegar teljum vér oss skylt að leitast við að hjálpa til þess,
að vekja fulla athygli á altækum eðlisgöllum, sem vér er-
um sannfærður um, að mergsjúgi og sýki hina almennu
opinberu fræðslu í landinu eins og hún er; geri hið ríkj-
andi fyrirkomulag óhafandi, nema sem allra stytztan
tíma. Jafnframt munum vér væntanlega í seinni greinum
lýsa hugsjónum þeim, sem fyrir oss vaka um fyrirkomu-
lag fræðslumála þjóðar vorrar í þeirri framtíð, sem menn
telja sig verða að miða við. Er álit voi-t, að nauðsynleg
sé sú samkvæmni og yfirsýn í fræðslumálum, að því leyti,
sem »hið opinbera« stendur að þeim, að kerfi meigi kalla.
Ekki ætlum vér oss þá dul, að sjá endilega fyrir hið hag-
kvæmasta í kerfi þessu, hvorki heild þess né einstök at-
riði svo, áð ekki skeiki. Hitt er von vor, að uppástungur
vorar muni yfirleitt benda eindregið í þá átt, sem úr-
lausnar er raunverulega að leita. Vér vonum, að umræð-
ur vorar hjálpi til þess, að smámsaman skýrist fyrir
þjóðinni, við hugsun og reynslu, kerfi það í fræðslumál-
um hennar, sem hún geti unað við um eðlilega langt tíma-
bil, sér og náungum sínum, öðrum þjóðum, til uppbygg-
ingar.
ÞAÐ hyggjum vér, að varla sé nein ein meginhugsun
ríkjandi í fræðslumálum þjóðar vorrar. Eigi séu þau
heldur framleidd af eigin skapandi, að því er snertir
markmið, fyrirkomulag eða aðferðir, nema að litlu leyti.
Ótvíræður vísir í þá átt, eru þó hini'r svonefndu héraðs-