Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 157
Jörð]
FRÆÐSLUKERFI ÍSLANDS
231
vér, að oss sé óhætt að fullyrða, sem drepið var á mjög
stutt, — en, að vér vonum, laggott — í 1. hefti »Jarð-
ar«, að almenn skólamál Norðurálfu menningarinnar, eins
og þau nú eni, hafi skapast með það fyrir augum, að veita
tiltölulega óstaðbundna, hlutlausa fræðslu um svo að
segja allt í jörð og á, að fornu og nýju. En þetta hefir í
framkvæmd orðið svo, að nokkrar vanahelgaðar svokallað-
ar námsgreinar hafa myndast, sem hver um sig nokkuð
stranglega aðgreind frá hinum, leitast við að mynda al-
gerlega hlutlaust, fullkomlega nákvæmt yfirlit yfir sér-
efni sitt, frá sem allra almennustu sjónarmiði, sem þó
kemur ósjaldan fram, að átt getur til að afneita stað-
reyndum eða láta þær sem vind um eyru þjóta. Er
fræðsla þessi veitt í háskólum.
Af hinum ítarlegu kerfum háskólanna eru svo gerðir
útdrættir að mestu í sama anda, mismunandi langir eftir
því, hvaða skóla eru ætluð: menntaskóla, gagnfræðaskóla,
barnaskóla. Til samans ná námsgreinar þessar auðvitað
ekki yfir allt sem æskilegt er að vita, heldur hafa þær
»artast« svo, að þær fjalla, til þess að gera, lítið um efni,
sem búast mætti við, að menn iærðu eitthvað af »lífinu«,
enda þyrftu helzt með í lífinu almennt sem menn; heldur
fjalla þær einkum um efni, sem eins og fjær liggja og
jafnvel margt, sem engin teljandi lífræn sambönd hefir
við þarfir alls þorra manna. Er þetta að vísu óhjákvæmi-
legt háskólafi-æðslu þeirri, sem miðar beint að því að
framleiða vísindamenn; til verulegs baga aftur á móti, í
annari háskólafræðslu, sem ætluð er kennara- og embætt-
ismannaefnum; afleitt í almennari skólum (menntaskól-
um, gagnfræðaskólum o. s. frv.) og þó allra fráleitast í
barnaskólum — þó aldrei nema þar sé að nokkuru leyti
horfið frá þessu sjónarmiði hinnar óendanlegu fjarlægð-
ar, ef svo mætti að orði kveða. Og vantar þó ekki, að
reynt sé, að láta læra þar um »fuglinn Sút« »suður og
vestur í Celebes«, sem einhverju sinni hafi verið undir
yfirráðiun »kóngsins 1 Krít«, svo að gaman nokkurt fylgi
alvörunni. Það er reynt að láta barnið læm útdráttiim til
hlítar fyrir próf; aðgætt daglega, hvort það hafi tekið