Jörð - 01.12.1931, Side 158
232 FRÆÐSLUKERFI ÍSLANDS [Jörð
inn sinn daglega skammt, án þess að missa niður »dropa«.
— Hér á landi eru börn kúlduð yfir þessu frá 10 ára aldri
til fermingar; en í flestum öðrum menningarlöndum er
byrjað til muna fyr, jafnvel á 5 ára börnum, og t. d. í
Þýzkalandi nýlega lögleidd skólaskylda þann veg, að ó-
heimilt er með öllu að veita undanþágu frá skólagöngu,
hversu góð tök, sem kunna að vera á heimafræðslu.
Þ A N N I G er alltaf verið að herða á skólaskyldunni
víðsvegar. Meiri kröfur. Sífelt auknar kröfur í sömu
greinum; meira og meira á sama grundvellinum. Það eru
einu úrræðin, sem jafnvel broddþjóðir Norðurálfumenn-
ingarinnar hafa virzt sjá almennt fram að þessu! Hvar
ætli það annars lendi?! ógurlegur og æ vaxandi fjár-
mokstur fer í þetta krabbameinskennda bákn í þjóðarlík-
ömunum. Kennarar lifa við léleg laun og kenna af, til
þess að gera, lítilli meqntun og óhagnýtri, þó að eftir
ástæðum sé virðingarverð. Þeir verða að vera svo margir,
að ekki telst fært að gera við þá eða krefjast af þeim
þess,' sem þó væri nauðsynlegt.
Þannig er skólabörnum fjölgað jafnt og þétt með því
að 1) fjölga skólaárum hvers einstaks barns; 2) afnema
með öllu undanþágur frá skólagöngu, nema vanheilsa
banni. En auk þessa er sífelt sigið á það lagið, að lengja
skólatímann yfir árið; og er nú orðinn 10—11 mánuðir
í þeim löndum, er »bezt« teljast búa í þessum efnum. Það
er sama sagan: Við hinni knýjandi eðliskröfu um fram-
för, við hinni sáru þörf á auknum uppeldisáhrifum gegn
\axandi losi aldarfarsins, aukinni menntunarviðleitni
gegn rýrnun ósjálfrátt þroskandi áhrifa náttúrunnar og
hollustuáhrifa einfalds lífs — eru úrræðin ekki önnur en
þessi: meira og meira af því sama — meira en ekki betra
— meiri matur og æ meiri í stað betra matar — sálarlegt
ofát — það eru úrræðin, ef að úrræði skyldi kalla.
Franskt brauð, smérlíki, hvítasykur, kaffi! — svo að
gripið sé áfram til líkinga, sem lesöndum »Jarðar« eru
væntanlegá auðskildar.
Yfir þessu eru svo börnin kúlduð í 4—8 ár; kúlduð í