Jörð - 01.12.1931, Qupperneq 159
Jörð]
FRÆÐSLUKERFI ÍSLANDS
233
kennslustundum 4—6 stundir á dag (eftir aldri) 9—11
mánuði ársins; kúlduð heima 2—6 stundir daglega yfir
undirbúningi undir skólastundirnar alla sömu 9—11 mán-
uði hinna sömu 4—8 ára.
Getur nokkur, með hreinskikvi gert ráð fyrir, að böm-
unum sé þetta hollt? Væntir þess nokkur sjálfstætt hugs-
andi maður, að börnin verði við aðferð þesas að heilbrigb-
ari, hraustari, fegurri mönnum; skynsaman, vinnugefn-
uri, skilningsbetri, úrræðabetri þegnum þjóðfélagsins?!
Eða er árangurinn af allri hinni endalausu yfirlegu,
öllum hinum endalausa kostnaði nokkuð á þá leið, að að-
standendur, hvort heldur er einstakra barna eða opinber-
ir, finni til þeirrar rósemi og gleði, undir eðlilegu dag-
legu amstri, sem ófrávíkjanlega er kaupbætir þess, sem
er á góðum vegi; lík gleði bóndans, sem sér túnið og töðu-
fenginn vaxa árlega iðju sinnar, nýtni og útsjónar vegna,
fremur en skuldasöfnunar o. þ. h.? Vér efumst. Þess
vegna einmitt þessi endalausi rembingur: meira, meira
— unz þjóðfélagið stendur á blístri, að ekkl sé minnst á
börnin, vesalingana.
S V 0 að segja alla bernskuna er hver þjóðfélagsþegn
látinn sitja meiri hluta dags flesta daga árs yfir því að
læra fróðleiksatriði, sem fæstir nenna vel að læra, með
því að börnin, sem eru menn með til þess að gera óskertu
og óafbökuðu brjóstviti, finna ekki til, að þeim komi þau
neitt við. Er hér þá einkum um tvennt að gera: að böm-
in óhlýðnast leynt eða Ijóst; reyna ekki til að læra það,
sem þeim er fyrir sett. Eða þau kúldast yfir því, meira
eða minna á móti löngun sinni og hugboði um, hvað rétt
sé í því efni. Og er brjóstvit þeirra auðvitað þá þegar
tekið að skekkjast á þessum árum af sleitulausu aðhaldi
fullorðinna aðstandenda í heimili og skóla, sem svo inn-
byrðis kappgirni barnanna herðir á.
Þau sem óhlýðnast í laumi alast vitanlega upp í ófrjáls-
um hugsunarhætti. Þau sem óhlýðnast opinberlega, stæl-
ast upp í uppreistarhug. »Lengi býr að fyrstu gerð«. Hin
sem láta kúldast yfir bókunum heima — við skólann
16