Jörð - 01.12.1931, Page 160
234 FRÆÐSLUKERFI ÍSLANDS [Jörð
sleppur enginn nema með því að »skrópa«, sem ekki mun
óalgengt, svo »heilsusamlegt« sem það er uppeldinu; mæl-
um vér það til þeirra, sem fyrirkomulagi ráða — hin,
sem láta kúldast yfir bókunum heima, þau læra sum tals-
vert eða jafnvel mikið af því, sem fyrir er sett. En fleiri
eru þó, sem tiltölulega lítið læra; hanga yfir bókunum,
stara á línurnar eða þylja orðin upp aftur og aftur — allt
í nokkurskonar dáleiðslu. Tiltölulega stuttar stundir nær
bókin kannske sambandi við athygli þeirra, og læra þau
þá vitanlega eitthvað þær mínúturnar. önnur börn læra,
sem sagt, talsvert; einkum muna þau heilmikið um próf-
leytin. Er bæði athygli þeirra miklu meira en tvíefld um
þær mundir og hitt, að þau komast þá á tiltölulega stutt-
um tíma yfir allt lesmálið, sem þeim er að nokkuru kunn-
ugt eftir veturinn, og geta þá líka lagt sérstaka áherzlu á
þau atriði, sem helzt vilja »étast úr«. Þannig kunna börn-
in jafnvel reiprennandi heilar bækur á prófi — en verð-
ur vitanlega að litlum eða engum notum það, sem gleypt
var í skyndi; ómelt: þau gleyma því jafnskjótt eftir
prófið. Og jafnvel margt, sem lært var á lengri tíma með
ástundun og jafnvel áhuga í einstökum tilfellum, fer
sömu leiðina á fáum árum. Við hverju er að búast: fróð-
leiksatriðin, sem um er að ræða, eru flest utanveltu í hinu
raunverulega lífi, annarlegir hlutir; náttúran skilur sig
við allt slíkt við fyrsta tækifæri. Og þó að sitt af hverju
af þessu tæi loði í minni einstöku manna, þá hafa þeir
þess lítil bein not eða engin.
Þannig er allt kúldið á börnunum — að ekki sé annað
nefnt tjón þeirra — allur fjáraustur hins opinbera sem
einstaklinga í þessu sambandi að verulegu leyti með þess-
um árangri — ef árangur skyldi kalla:
1) Börnin læra aldrei það, sem reynt er að knýja þau til
að læra; enda geta það ekki.
2) Þó að þau læri það, þá gleyma þau því fljótlega, þegar
úr skólanum er komið.
31 Þó að þau muni það til elli, þá hafa þau þess lítil eða
engin bein not.
útkoman er að mjög verulegu leyti ekki glæsilegri en