Jörð - 01.12.1931, Page 161
Jörð] FRÆÐSLUKERFI ÍSLANDS 23Ö
þetta, að því er það snertir að kunna það, sem átti að tæra,
eða hafa þess bein not. En nú segir e. t. v. einhver sem
svo: »Mér er sama hvað þér segið um þetta — þér missið
langsamlega marks. Vér erum með skólafyrirkomulagi
voru enganveginn að keppa að því, að börnin kunni það,
sem þeim er með öllu mögulegu móti gert að skyldu að
læra; sízt að þau kunni það til lengdar. Og ekki ætlumst
vér heldur til, að þau hafi almennt beint gagn af neinu
einstöku minnisatriði, þó að ótöluleg séu. Heldur er til-
gangurinn hinn, að þroska þau almennt mannlega. Og
teljum vér aðferð þessa hina heppilegustu til þess, sem
völ er á«.
Þroska! Þroska börn almennt mannlega með því, að
berjast svo að segja upp á líf og dauða við að fylla hug
þeirra sem allraflestum minnisatriðum um efni, sem þeim
koma lítið eða ekki við! Þroska þau almennt mannlega
með því að ala upp í þeim »skrópa« og uppreistarhug!
Þroska börn almennt mannlega með því að kúlda þau ó-
segjanlega, endalaust, sál þeirra yfir efnum sem þeim er
óeðlilegt að veita athygli, líkama þeirra boginn, kreppt-
an, aðgerðalausan í sólskinsrýru innilofti! Þroska þau al-
mennt mannlega með því að fara eins langt með þau og
lengra þó, en komizt verður, með þessu líka aðhaldinu,
í þá átt að »úníformera« þau öll hinum sama »konversa-
tions-lexíkoni«!
Nei, það nær engri átt, að tilgangurinn sé almennur,
mannlegur þroski. Tilgangurinn er almennur, hlutlaus
fróðleikur, samur fyrir alla, hlutlaus gagnvart lífinu —
»konversationslexíkon« í mannslíki. Og tilgangurinn er
óeðlilegur, óskynsamlegur, óhappasæll.
V É R höfum snúið máli voru eingöngu að barnafræðsl-
unni, eins og hún er í öllum löndum Norðurálfu — og
Vesturheimsmenningarinnar, þar á meðal voru eigin
landi, þó aldrei nema vér fslendingar séum aftarlega í
þroskasögu skólatímabils þess, sem að framan hefir verið
lýst. Oss dettur ekki í hug að bera á móti, að lýsing vor
er einhliða. En vér lýsum þeirri hliðinni, sem allt of lítil
16»