Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 162
236 FRÆÐSLUKERFI ÍSLANDS [Jöið
athygli hefir verið veitt; leitumst við að koma orðum að
því, sem alþýðu eða a. m. k. margan innan alþýðu —
margt barnið — hefir lengi langað til, að orðfært yrði.
Vér leitumst ekki við að draga upp heildarmynd; það er
sérfræðinganna. ósk vor er að hjálpa til að leggja til
efni, ósegjanlega mikilsvei*t, sem vantað hefir að mestu í
heildarmyndina fram að þessu.
í broddlöndum menningarinnar eru nú í óðfluga vexti
straumar í almennum fræðslumálum þjóðanna, sem mjög
eru frábrugðnir því, sem ríkjandi er ennþá. Má telja víst,
að ný öld sé óðum í aðsigi í efnum þessum, og berst land
vort vafalaust inn í þann straum sem aðra, er ríkjandi
verða í alþjóðamenningunni. Mætti því láta sér til hugar
koma, að óþörf séu kuldaleg ummæli greinar þessarar um
fyrirkomulag, sem vafalaust hefir innan um orðið að
verulegu liði. Er þá þess að gæta, að leika hlýtur á ár-
um, ef ekki áratugum, að umbreytingin verði, en hitt þó
ekki síður, að vort er ekki bara að nota oss það, sem aðr-
ir hugsa, reyna og framkvæma, heldur ber oss skylda til,
jafnvel mörgum fremur, að lmgsa, reyna og framkvæma
sjálfstætt, samlcvæmt náttúru lands vors, sögu þjóðar
vorrar, erfðum eðlis vors.
AÐ LOKUM þáttar þessa viljum vér undirstrika
það, sem vér höfum aðeins drepið á, að þó að vér höfum
snúið máli voru svo að segja eingöngu að barnafræðsl-
unni í grein þessari, þá á allt, sem þar var sagt einnig og
litlu síður við um framhaldsskólana, alla leið upp í há-
skóla. óhagræn, ópersónuleg sjónarmið eru ríkjandi.
Dauður fróðleikur látinn sitja í fyrirrúmi fyrir því, sem
hjálpar mönnum til að lifa — vel og lengi.
ÞÉR,
er samúð hafið með »Jörð«! Hjdlpið henni til að
vinna nýja kaupendur.