Jörð - 01.12.1931, Page 163
Jörfi] SKÓLINN í SPEGLI LÍFSINS 237
Skólinn i spegli lifsins.
Tekið úr bókinni »Tiðindalaitst á Vesimr-vígstöövunum«.
»H V A Ð hefirðu að segja um hina þrjá þætti í gangi
sjónleiksins Wilhelm Tell?« segir Kropp allt í einu og
ætlar að springa af hlátri.
»Hver er tilgangur skógarsambandsins í Göttingen?«
spyr Múller, strangur mjög.
»Hve mörg börn átti Karl hinn djarfi?« spyr ég aftur
rólega.
»Það verður aldrei neitt úr yður, Baumer«, hvakkar í
Múller.
»Hvenær var orustan við Zama?« segir Kropp.
»Yður vantar hina siðferðilegu alvöru, Kropp. Setjist
þér, þrír mínus«, segi ég og banda til hans hendinni.
»Hvaða hlutverk áleit Lykúrgus mikilverðust í þjón-
ustu ríkisins?« hvíslar Múller og lætur sem hann sé að
laga á sér gleraugun.
»Hvort er réttara: Vér Þýzkir óttumst Guð og annars
engan, eða vér Þjóðverjar....?« inni ég.
»Hve marga íbúa hefir Melbourne?« ískrar í Múller.
»Hvernig ætlið þér að komast í gegnum lífið, án þess
að vita það«, spyr ég Albert, í heilagri vandlætingu.
»Hvað er átt við með orðinu samloðun?« segir hann nú,
og þykist heldur en ekki slá út trompi.
Við munum fæst af þessu rugli, nú orðið. Það hefir
heldur ekki orðið okkur að liði. (Bls. 80—81).
Hann (kennarinn, sem kominn er í herþjónustu undir
stjórn fyrv. nemanda, sem hann hafði áður látið kenna á
valdi sínu og »þroskayfirburðum«) er ótrúlega flónsleg-
ur í þessum hermannafötum og með húfupottlokið. Og af
þessu skrípi höfðum við ótta áður fyr, er hann hreykti
sér við kennaraborðið, benti með blýant á mann og hlýddi
oklciir yfir óreglulegar sagnir i Frönsku, sem lcomu okkur
elcki að minnsta gagni i Frakkland,i siðar meir. (Bls. 162).