Jörð - 01.12.1931, Page 164
238
ÚTSÝN KRISTINS NÚTÍMAMANNS
[JÖl'ð
Útsýn kristins nútímamanns
yfir samtíð sína.
ii.
Textar: Jóh. 8, 31.—32.; Mt. 18, 3.; Mlc. 1, 15.
U P P H A F I hugleiðinga þessara var beint að út-
færslunni á náungaskyldum manna nú á dögum, vegna
hinna geysilegu framfara, er orðið hafa á síðustu tímum
í félagslegum efnum sem verklegum til framleiðslu, við-
skifta og nautnar. Gat ég þess þá í lokin, að ég hefði hug
á að ræða næst við yður, áheyrendur, um annað höfuð-
atriði, er ég tel einna mest um vert í þessu sambandi við
hliðina á hinu fyrtalda. Á ég þar við
FRELSIÐ MIK’LA,
sem um þessar mundir er að brjótast fram, að heita má,
hvarvetna á Jörðinni í öllum greinum. Taldi ég það að
mestu óframkomið enn, en ótsíflanda með öllu og í óð-
fluga vexti. Verður nú gerð tilraun til að efna ætlun
þessa í tveimur ræðum. Mun ég í hinni fyrri leitast við að
lýsa ástandinu: afstööu nútímans til frelsishugsjónarinn-
ar, innan kirkjunnar annars vegar, utan hennar hi'ns
vegar. í seinni ræðunni verður leitast við að lita til fram-
tíðarinnar; átta sig á hinum ólíku hugboðum »heimsins«
sem Kirkjunnar er, ofan á skoðað, virðast vera í þann
veginn að valda algerðri sundrung, en í rauninni eru af
sama toga spunnin og eiga fyrir sér að verða eitt; átta
sig á, hvað frelsið eiginlega er, hver sé raunverulegur
réttur mannsins til frelsis og þá jafnframt skylda, að
nota sér réttinn; og seinast aðeins reynt að renna augum
til hinna björtu vona, er fagnaðarerindi frelsisins leið-
ir til.
I fyrstu hugleiðingunni ræddi ég um kærlcilca. Nú verð-
ur rætt um frelsi. Þegar mannkynið hefir tileinkað sér