Jörð - 01.12.1931, Page 165
Jörð] ÚTSÝN KRISTINS NÚTÍMAMANNS 239
trúna á þetta tvennt og er þar með fyrir alvöru tekið að
leiða það í almenna framkvæmd — þá er komið yfir í
menningartímabil það hið helga og dýrlega, sem drepið
var á í lok fyrstu hugleiðingarinnar; þá munu menn fá
reynsluna fyrir því, sem Jesús kenndi þeim að biðja
um með orðunum: »Faðir vor, þú sem ert í himnunum!
Helgist nafn þitt; komi ríki þitt; verði vilji þinn svo á
Jörðu sem á Himni«.
»Tíminn er fullnaður. Himnaríki er nálægt. Takið
sinnaskiftum. Ti'úið fagnaðarerindinu«.
ORÐIÐ frelsi er gamalþekkt í kristindómsboðun
kirkjunnar. Tíðasta nafnið á Jesú Kristi á alþýðuvörum
er »frelsarinn«. f sálnium og öðrum andlegum erindum
er fagnaðarerindið ósjaldan kennt við frelsið. f bréfum
Nýja Testamentisins kemur fyrir, að það er nefnt »hið
fullkomna lögmál frelsisins« og þess háttar. Af sama
toga er í Nýja Testamentinu talað um Jesú Krist sem
endurlausnara og »endurlausnina sem er í Kristi Jesú«.
Er það einkum Páll, sem á þá vísu mælir. Skal það í fám
orðum tekið fram, að frumkristnin mun að líkindum hafa
haft hinn ríkasta og gleggsta skilning á frelsi, sem komið
hefir fram í lífi nokkurs mannfélags, enn sem komið er
sögu mannkynsins. Eru og stórmannlegri skoðanir á
frelsi birtar í Pálsbréfum, en ég veit af í neinum bók-
menntum utan guðspjallanna. Svo eru þær stórfeldar, að
algengast mun, að mönnum sjáist að mestu yfir þær.
Eftir því sem fornkirkjan breyttist í »JcaþólsJca« kirkju,
dró úr frelsisprédikuninni. Og hvað frelsi er geri »hátt«
undir höfði í »rómversk-Jcaþólskri« kirkju vorra daga, má
t. d. fara nærri um af þeirri staðreynd, að hugsana- og
samvizkufrelsi er að fullu og öllu opinberlega og ítrekað
bannsungið af páfum síðustu tíma.
Allt öðru vísi er þetta háttað í hinum »ev(mgelísku,«
kirkjudeildum, enda uppruni þeirra flestu fremur: upp-
reisn trúaði’a lærisveina Jesú Krists, sem skilning höfðu
á frelsi, þrá eftir frelsi og trú á rétt frelsis, gegn gegnd-
arlausri kúgun rómversku kirkjunnar á samvizkum