Jörð - 01.12.1931, Page 166
240 ÚTSÝN KRISTINS NÚTÍMAMANNS [Jörð
manna sem í öðrum efnum. í broddi þeirrar fylkingar
stóð, svo sem kunnugt er, Marteinn Lúther, sem ritaði um
»frelsi kristins manns« fegurstu bókina sína, að talið er.
iSiöbótin, sem kennd er við Lúther, var bylting á sínum
tíma, ein af áhrifamestu byltingum mannkynssögunnar.
Hún var, þegar litið er á sögu hennar og afleiðingar,
bylting frá miklu ófrelsi til mikils frelsis, eftir því, sem
um var að gera, bæði í andlegum efnum og veraldlegum.
öldin, sem tók við af sjálfum siðbótartímanum, hafði að
vísu ólíkt minni skilning á efnum þessum en brautryðj-
endumir; — og er það eins og gengur, að fjara kemur
eftir flóð. Urðu menn þá mjög bókstafstrúar, ekki ein-
ungis á Ritninguna, heldur engu síður á »játningarrit«
forn og ný; en hin nýju voru samin af siðbótarmönnun-
um og eftirmönnum þeirra. Eftir þetta svonefnda Iiétt-
trímaðartímabil — sem að vísu hefir ávallt síðan verið
fléttað inn í »lúterskt« kirkjulíf sem einn af þáttum þess
— vann svokölluð Heittrúa/rstefna mjög á. Var hún meira
lífi gædd og hafði því skiljanlega til að bera meira af
raunverulegu frelsi en hin fyrnefnda. Þó lenti heittrúar-
stefnan í því að bannfæra allskonar veraldleg atriði, sem
»heimurinn« og jafnvel trúaðir menn höfðu sér til
ánægju;1) og varð almenn viðurkennd siðvenju um tíma
mjög mótuð af þeim kenningum. Einstrengingshætti
þessum létti að vísu að mestu af almennu þjóðlífi, þegar
frá leið og stefnan dofnaði og fylgi hennar þvarr; en þó
er það allt með töluverðu lífi og áhrifum enn í dag, eink-
um innan vissra hópa kirkjusinnaðra manna, svo sem í
heimatrúboðinu danska og þó fremur í norska heimatrú-
boðinu. Þrátt fyrir fordæming sína á margvíslegum ver-
aldlegum efnum, sem flestir telja að geti saklaus verið og
gagnleg til nautnar og skemmtuhar, þá hafa heittrúar-
flokkarnir haldið orðinu frelsi hátt á lofti sem fána. »Ert
þú frelsaður?« er spurning, sem þeir bera upp fyrir
hvern mann, og eiga við: ertu frelsaður undan valdi
syndar og andlegs dauða? Spurning þessi á og, a. m. k.
U Sbr. »Tráin í Jesú nafnk í 1. hefti »Jarðar« (bls. 6).