Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 168
242 ÚTSÝN KRISTINS NÚTÍMAMANNS [Jörð
meira og minna. Út fyrir takmörk bókfræðilegra skoð-
ana og rannsókna hefir útfærsla »nýguðfræðinganna« á
frelsisboðskap Kirkjunnar naumast náð.
Þ E T T A er í aðaldráttum frelsisboðskapurinn, sem
Kirkja vorra daga boðar þjáðu og villuráfandi mannkyni.
Og það er áberandi, að boðskapur þessi virðist hrína æ
minna á því. Það er eins og menn séu almennt að verða
lítt móttækilegir gagnvart honum — en jafnframt hafa
margfaldast — ekki tífaldast, heldur miklu fremur
hundraðfaldast — kröfumar um frelsi; frelsi hér og
frelsi þar; algert frelsi — allstaðar. Þjáðir bandingjar,
örvita rithöfundar, klámugir nautnaseggir, útsmognir
stjórnmálamenn, öfgafull æska, hraust æska — allt hróp-
ar eftir einhverju frelsi. Mætti klið þeim líkja við lögrétt-
arjarm — vœri hann ekki svo ósegjanlega alvöruþrung-
inn innan um og saman við; svo ótrúlega gálaus innan
um og saman við; svo óstjórnlega öfgakenndur innan um
og saman við; óumræðilegum fögnuði þrunginn innan um
og saman við. Ekki þarf nema venjulega athugulan les-
anda blaða, tímarita og þess háttar bókmennta til þess,
að hann kannist við þetta, þegar hann hugsar sig um. Má
í þessu sambandi drepa aðeins á örfá dæmi svo að segja
af algerðu handahófi.
Fyrir styrjöldina miklu voru í Norðurálfunni um50—60
milj. manna undirorpnir stjói'narfarslegri ícúgun erlendra
þjóða; en nú býr þó ekki nema um helmingurinn af þeirri
töluáframviðsamskonar kúgun. Enda varíorðiviðurkend
sú meginregla á hinum svokallaða friðarfundi í Versöl-
um, að þjóðerni mætti ekki halda í stjórnarfarslegri kúg-
un eftirleiðis, heldur skyldi hvert hérað ráða, eftir því
sem framast yrði við komið, hvaða ríki það lyti. Yfirlýs-
ing þessi var merkilegt spor í frelsisáttina á sínu sviði,
og ber glöggan vott um, hvert stefnir. En þó varð, sem
sagt, er til framkvæmda kom, um það helmingurinn eftir
undir svipaðri kúgun og áður. Mátti lesa lítið en átakan-
legt dæmi þessa í »Vöku« fyrir fáeinum árum í grein
um Suður-Tíról. Og nú ólgar og sýður undir niðri