Jörð - 01.12.1931, Page 169
Jörð] OTSÝN KKISTINS NÚTIMAMANNS 243
út af þessum leyfum þjóðerniskúguuarinnar, og allt virð-
ist geta farið í ófriðareld aftur, þó að ekki væru önnur
tilefni en þessi, — en því fer fjarri, að séu ekki til fleiri
og álíka geigvænleg eða geigvænlegri, einmitt ekki hvað
sízt út af frelsismálum. En ekki þarf að lýsa, hvílíltur sá
hildarleikur yrði; hvílík stóriðja manndrápanna, auðn
landanna. Sér enginn fyrir endann á þeim ósköpum.
Lítum annað: athugið hvernig Kínverjar hafa rekið yf-
irgang stórveldanna af höndum sér mikið til. Haldið þér
ekki, að þeir hafi hug á að gera það til fulls? Athugið ólg-
una í Indlandi og Egyptalandi gegn yfirstjórn og við-
skiftakúgun Englendinga. Athugið siðabyltinguna í Tyrk-
landi undir forustu Mústafa Kemals.
Lítum annað: athugið bolsjevikkabyltinguna í Rúss-
landi, sem er svarið við gegndarlausri kúgun keisara-
stjórnar og jafnvel kirkju á landslýðnum. Að vísu sann-
ast þar, að skammt er öfga á milli — en samt er þetta
eitthvert hið gleggsta dæmi um eldfjallakrafta þá, sem
öll meiri háttar kúgun framleiðir sjálfri sér til falls.
Lítum annað: trúcv>'brögð Iíinverja og Indverja, hin
fornu og æruverðugu, hin glæsilegu og spakviturlegu —
eru að hrynja í sínum eigin löndum. Stéttaskiftingin
ógnumþrungna í Indlandi, kvennaþrælkunin í því sama
glæsilega menningar- og trúarbragðalandi, barnaþrælk-
unin í Kína — allt er þetta að hrynja. Frelsið brýtur
hiekki sína — en verður það villt, afvegaleitt — eða fell-
ur það í farvegu fagnaðarerindisins?
Lítum annað: kvenfrelsi vorra daga er allt annað og
meira en pappírslög um kosningarrétt kvenna. Konur
hafa nú orðið í ýmsum helztu löndunum aðgang að svo að
segja öllum stöðum í hvaða merkingu sem er. Og þær
þyrpast inn. Og þær gera gagn. í Bandaríkjunum eru
þær almennt að verða fjárhagslega sjálfstæðar á borð við
karlmennina. Giftu konurnar heimta að fá að ráða því
sjálfar, hvort þær ali börn og hvenær. Æfaforn yfirráð
húsbóndans yfir konu og börnum eru að falla úr sögunni.
En hvað verður úr þessu? Taumleysi? Eða frelsið í