Jörð - 01.12.1931, Page 170
244 ÚTSÝN KRISTINS NÚTÍMAMANNS [Jörð
Kristi? Án almenns hetjuskapar lærisveina Jesú Krists
þarf einskis góðs að vænta.
Menn krefjast almennrar fræðslu í ásta- og kynferðis-
málum; kynningarhjónabandið er fundið upp. Sumir
prédika að hjónabönd og heimili eigi að leggjast niður;
ástir að verða algerlega óbundnar, en börn alist upp á
opinberum stofnunum. Margir boða fall Kirkjunnar. Það
er nú auðvitað ekki ný bóla, en það er eins og einhver
verulegri ógnun í spá þeirri nú á dögum, þegar Kirkjan
mætir flestum þessum margháttuðu frelsiskröfum, sem
eru orðnar svo almennar og verða stöðugt óviðráðanlegri,
æ með sömu orðum, sömu kenningu, hvorki aukinni né
endurbættri: þeirrí, er varð hinn varanlegi kenningarár-
angur af siðbót Lúthers innan kristinnar kirkju og lýst
var í fyrsta kafla hugleiðingar þessarar. Til dæmis um
tóninn meðal margra beztu manna nú á dögum, leyfi ég
mér að lesa hér upp kafla úr sendibréfi frá einu af helztu
skáldum landsins. Orð hans falla á þessa leið: »Kirkjulíf
er að hverfa úr mörgum sóknum norðanlands og líklega
víðar. Mér finnst einhver feigðarmörk innan vébanda ís-
lenzku kirkjunnar — og þið pi'estar hljótið að sjá það
betur og betur, að hana skortir einhvern lífsanda. Kirkj-
an í því formi, sem hún er, hlýtur að falla úr sögunni.
Þetta eru stór orð. En þetta er skoðun mín. Menn lcrefj-
ast meira frelsis enKirkja/n boðar; dóma/r hennar eru ekki
í samræmi við samvizlmr manrnu.1) Já, þetta eru stór
orð ■— en þannig og þessu líkt tala margir hinna beztu
manna vorra daga, að ekki sé annara getið.
Síðasta dæmið, sem hér verður til tekið, er spámaðurinn
nýi, Krishnamurti, sem að öðru leyti skal ekki sagt margt
um hér að sinni. Hann kvað gera frelsi aðaláherzluatriði
boðskapar síns. Boðar hann það að sumu leyti á svo rót-
tækan hátt og með svo miklum skipanda þunga, að lengra
verður naumast komizt.
Sumar af frelsiskröfunum, sem nefndar hafa verið í
framangreindu máli eru þannig vaxnar, að ekki er hægt
!) Auðkennt af oss.