Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 171
Jörð] ÚTSÝN KRISTINS NÚTÍMAMANNS 245
að gera ráð fyrir, að neinn einlægur kristinn maður vildi
daufheyrast við þeim. Enda eru t. d. kristniboðar, ekki
hvað sízt hinir heittrúaðri, alhuga samherjar þeirra, sem
berjast fyrir að leysa stéttaklafann indverska og ánauð-
ina, sem konur þar í landi eru 'hnepptar í. Aftur á móti
má segja, að mest af frelsisþrá og -kröfum æskulýðs og
»heimsins barna« eigi lítilli samúð að fagna í herbúðum
Kirkjunnar. Við frelsiskröfum þessum, sem meiga víst
margra hluta vegna heita einsdæmi í menningarsögu
Mannkynsins, hefir Kirkjan yfirleitt ekki annað svar en
andvarp yfir stjórnleysi »heimsins« nú á dögum og á-
skorunina fornu um, að þiggja frelsun undan syndinni,
verða guðsbörn — án nokkurar teljandi rannsóknar á,
hvort siðferðisleg réttindi og skyldur barna Guðs hafi
nokkuð breyzt eða aukizt í útvortis myndum sínum við
einsdæma vöxt hverskonar upplýsingar og annarar menn-
ingar síðustu tíma. Og það má heita bersýnilegt, að á
þessum grundvelli gengur ekki saman með Kirkjunni og
»heiminum«. »Heimurinn« fer sínu fram; »frelsið« brýst
fram óstöðvandi, — en hverskonar »frelsi« verður það,
sé sambandinu slitið við Kirkjuna? Að hyggju minni má
óhætt álíta, að það yrði vont »frelsi«, svikafrelsi. Þvl
frelsisboðskapur Kirkjunnar hvílir vissulega á bjargi, þó
að takmarkaður sé. Og bjargið er Jesús Kristur — rót-
tækasta lífgandi reynsla 19 alda. Án lausnar undan valdi
syndar, er ekkert frelsi að fá, er í raun reynist. Þekkingin
á því, að mennimir eigi Guð að Föður og eigi að vera
lionum böm, er einmitt innsta ástæðan fyrir því, að
liverskyns frelsi er mannimcm eiginlegt. Skyldi afkvæmib
eigi vera sama eðlis og Faðirinn?!
Þ A Ð, sem megnar að gera synduga menn að börnum
hins eilífa Föður, er samfélagið í trúnni við hinn full-
komna mann, son Guðs, Jesú Krist. »Hver dregur dám af
sínum sessunaut«.
ÞANNIG skulum vér þá, áheyrendur, ekki dyljast
þess, að hvað áhrærir oss sjálf persónulega, er ekkert