Jörð - 01.12.1931, Qupperneq 172
246 ÚTSÝN KRISTINS NÚTÍMAMANNS [Jörð
frelsi að finna, sízt stórkostlega og dásamlega aukningu
þess, nema syndin í oss sé brotin á bak aftur, sé á undan-
haldi úr lífi voru. Ráðstu því, vinur, af ástríðuþrunginni
einbeitni, óþreytanlegri seiglu, gegn syndatilhneigingum
þeim, sem þú sjálfur veizt bezt um, að lama frjálsmann-
leik þinn. Rækir þú af alhuga samfélag við Jesú Krist,
þrátt fyrir hrasanir, þá muntu finna til þess með óum-
ræðilega indælli hraustleikatilfinningu, er að því kemur
hvað eftir, að þú ert reiðubúinn til að njóta, sjálfum þér
og náungum þínum til uppbyggingar, frelsisaukningar
þeirrar hinnar fjölskrúðugu og dásamlegu, er framtíðin
ber í skauti og býður þér áreiðanlega hlutdeild í, eftir
því sem þér endist aldur til.
(Frh.).
»Vestur-Skaftafei!ssýsla 09 íbúar hennar«
ER ENN til í nokkrum eintökum óseld. í sumum héniðum
er líklega ekkert eintak til. Þangað þyrftu þessi fáu ein-
tök að komast, til að vekja hug þar til álíka lýsingar lands
og lýðs. Ritdóma um bókina hafa skrifað: Ragnar Ás~
geirsson í »Tímanum«, Freysteinn Gunnarsson í »Vísi«,
F. H. Berg í »Degi«, sr. Þórður Tómasson heitinn í Dansk-
islandsk Kirkesag«, dr. Ágúst H. Bja'rnason í »Iðunni«,
Sveinn Sigurðsson í »Eimreiðinni«, dr. Guðmundur Finn-
bogason í »Skírni«, auk þess, sem skrifað hefir verið um
hana í »Morgunblaðið« (»fsafold«), og »Alþýðublaðið«.
öll hafa ummælin verið á eina leið: eindregin ánægja yf-
ir útkomu hinnar sérstæðu bókar.
Bókin fæst í bókaverzlun Eggerts P. Briem, Austur-
stræti, Reykjavík og er send hvert á land sem vill gegn
póstkröfu á kostnað viðtakanda.
Leiðara fyrir heil héruð að eiga ekkert eintak.
Sjálfsögð bók i lestrarfélagi. Tilvalin jólagjöf.