Jörð - 01.12.1931, Page 174
248
ANDREA DELFÍN
[Jörð
Að neðan var ekki hægt að sjá hana, en að ofan var hún
falin af hyllunni. Hljóðlega víkkaði hann opið með kuta
sínum: braut burt möl og kalk; og leið ekki á löngu áður
en honum heppnaðist að troða breiðu beltinu í holuna. Og
stóðu þá kaldir svitadropar á enninu á honum. Enn einu
sinni þreifaði hann fyrir sér, til að aðgæta, hvort ekki
bólaði á ólarenda eða hringju; þá lokaði hann gluggan-
um. Að stundu liðinni lá hann sofándi í rúminu í öllum
fötunum. Mýflugurnar sveimuðu með sönglanda hvin yf-
ir enni honunj; næturfuglarnir úti svifu eða skutust for-
vitnir fyrir munnann á holunni, sem fjársjóð hans fól.
En varir sofandans voru samanþrýstar eins og til þess að
ljóstra ekki upp leyndarmálum hans í rugli og sljóleika
drauma.
S ö M U nótt sat annar maður við einslegan lampa
sinn í Verónuborg. Hafði hann lokað gluggahlerum en
læst herbergisdyrum og opnaði nú bréf, sem beininga-
munkur hafði laumað að honum, er hann var á gangi
nálægt atleikahúsinu.1) Bréfið var án utanáskriftar. Og
við spurningunni um, hvernig hann vissi að hann skilaðl
bréfinu í réttar hendur, lét munkurinn þess getið, að ein-
hverju sinni hefði smábarn nokkurt þar í borginni verið
spurt, hvort það þekkti hann; hafi það þá reigt sig eins
og ræðuskörungur, þagað snöggvast og sagt síðan í þrum-
andi róm: »Allir þekkja nú Guð. Allir þekkja Angeló
Querini« (frb. Kveríní). Með það hafði hann farið. tjt-
laginn, sem vegna virðingar þeirrar, er hann naut, var
ekki upp á það allra-strangasta aðgættur, enda þótt spæj-
arar væru jafnan á næstu grösum við hann, hafði komið
bréfinu heim til sín, án þess að þeir yrðu þess varir og las
nú það, er hér fer á eftir; en fótatak spígsporandi varð-
manns heyrðist á meðan fyrir utan, eins og ógnun í kyrð-
inni:
*) Palleg rúst úr fomöld.