Jörð - 01.12.1931, Síða 175
Jörð]
ANDREA DELFÍN
249
Til Angeló Queríní!
Ekki geri ég mér í hugarlund, að þér munið þá hverf-
ulu stund, er ég hitti yður til viðtals. Ég hafði alizt upp
með systkinum mínum í sveitakyrrðinni á jarðeignum
okkar í Friuli1) (frb. fríúlí); þá fyrst, er við höfðum
misst foreldra okkar, hvarf ég frá systur og yngra bróð-
ur. Fáum dögum seinna var ég kominn á kaf í tælandi
Feney jahringiðuna.
Þá var ég dag nokkurn kynntur yður heima í höll yðar,
Morosini (frb. mórósíní), ásamt nokkrum öðrum æsku-
mönnum. Ég finn ennþá til augnaráðsins, sem þér virtuð
oss fyrir yður með, hina ungu menn. Það sagði sem svo:
»Þetta er þá æskulýðurinn, sem framtíð Feneyja hvílir
á!« Ég var leiddur fyrir yður. Fyr en mig varði, vorum
við teknir að ræða um forna frægð ríkisins, sem forfeður
mínir höfðu unnið að. Um nútímann og skyldur mínar við
ríkið þögðuð þér af vorkunnlæti yðar.
Eftir þá viðræðu las ég nótt sem nýtan dag í bók nokk-
urri, sem ég hafði ekki virt viðlits áður, sögu ættjarðar
minnar. Árangurinn af námi því varð sa, að ég hvarf, yf-
irkominn af ógn og andstyggð, að fullu og öllu burt úr
borg þeirri, sem eitt sinn hafði drottnað yfir löndum og
höfum, en nú er kvalin af harðstjórum, jafnmáttvana út
á við sem rangsnúin inn á við.
Ég sneri aftur til systkina minna. Mér tókst að aðvara
bróður minn; opna á honum augun fyrir spillingunni í
lífi því, sem tilsýndar var svo glæsilegt. En ekki datt mér
í hug, að allt, sem ég gerði til þess að bjarga honum og
okkur, yrði til þess eins að koma okkur sem örugglegast
á kaldan klakann.
Þér þekkið tortryggni þá, sem valdhafar fóstru vorrar,
Feneyja, hafa ávallt borið í brjósti gagnvart aðlinum »á
landi«.2) Jafnvel á þeim tímum, er það var heiður að
1) Héraö á meginlandinu nálægt Feneyjum; fyr sjálfstætt hertoga-
dæmi, en komst um aldamótin 1400 undir yfirráð Feneyja.
s) »Terraferma« (fastaland) nefndist sá hluti Feneyjalands, sem
á meginlandinu er (sbr. Friuli).
17