Jörð - 01.12.1931, Page 176
250
ANDREA DELFÍN
[Jörð
vera í þjónustu lýðveldisins, rann þeim aldrei uggur úr
hjarta um, að meginlandshlutinn myndi slíta sig úr
tengslunum. En nú þegar sjálfskaparvítin hafa haft sín-
ar óhjákvæmilegu afleiðingar og umbreytt aðstöðu Fen-
eyja meðal ríkjanna, þá er ótti þessi orðinn uppspretta
hinna óheyrilegustu launráða og glæpa.
Ég ætla ekki hér að nefna örlög þau, er menn urðu fyr-
ir, að mér ásjáandi héí og hvar í héraðinu; ætla ekki að
tala nánar um hinar slungnu flækjur, sem notaðar voru
til þess að reyna að gera út af við andlegt og efnalegt
sjálfstæði Fríúlí-aðalsins; um þann sæg af »braví«,])
sem sendur var til höfuðs hinum ósveigjanlegustu og síð-
an leystur með ógrynni náðunarúrskurða á hinn ótrúleg-
asta hátt undan sökum — meira segja sjálfri, samvizk-
unni; hvernig reynt var að rægja saman frændur og vini,
en múta mönnum til undirferli og svika við jafnvel nán-
ustu skyldmenni sín; — allt þetta hafið þér lengi þekkt
betur en ég.
Og ekki skyldi minningin, sem slark mitt hafði skilið
eftir um mig í Feneyjum, vernda mig lengi frá grunsemd-
um um, að einnig ég myndi einhvern góðan veðurdag geta
orðið hættulegur. Er ég fyrir hönd systur minnar fór
fram á, að hún fengi að giftast þýzkum manni ættstór-
um, þvertók stjórnin fyrir það. Þeim háu herrum hafði
dottið í hug, að ég og bróðir minn kynnum að vera i
stjórnmálamakki við keisarann, og töldu réttast að eiga
ekkert undir okkur.
En átylluna til að fleygja yfir okkur netinu, fann dul-
ardómurinn í kæru á hendur héraðsstjóranum, sem við
bræðurnir höfðum skrifað undir. Var bróðir minn kvadd-
ur til borgarinnar, til að standa fyrir máli Sínu. Þegar
þangað kom var honum stungið í blýkompurnar; og svo
vikum skifti var reynt ýmist með ógnunum og dylgjum
eða fagurgala og fyrirheitum að fá hann til að meðganga.
i) Fleirtala af ítalska orðinu »bravó«, sem þýðir ræningi; var I-
talía lengi annáluð fyrir uppivöðslu þess háttar rnanna, sem
og önnur Suðurlönd (Miðjarðarhafslönd). ' ,