Jörð - 01.12.1931, Side 177
JÖl’ð]
ANDREA DELFÍN
251
Þetta eina, sem hann hafði »gert«, þurfti hann ekki að
afsaka; það var lögmætt, svo að ekki sé minnst á, hversu
réttmætt það var. Svo þeir urðu loks að láta hann lausan.
En það var ekki á þeim að láta hann sleppa.
Ég hafði skrifað honum og beðið hann að koma ekki
um hæl heim, til að ýfa ekki grunsemdm Við vildum
heldur vera án hans fáeinum mánuðum lengur. En þegar
hann loks kom, urðum við að sjá honum á bak eftir fáa
daga. Varð honum að fjörtjóni seinverkandi eitur, sem
látið hefir verið í mat hans í einhverju höfðingjahúsinu,
sem hann varð að þiggja heimboð til.
Ekki var fyr búið að reisa honum varðann, en héraðs-
stjórinn hóf bónorð til systur minnar, sem vísaði honum
frá með skelfingu. í kvöl sinni hrutu henni orð af vörum,
sem áttu eftir að bergmála í salarkynnum dulardómsins.
Aðallinn í Friuli ákvað að hefja í leyndum nýja til-
raun til að bæta hagi landsins. Ég kom hvergi nærri
makki þeirra, því ég var fyrir fram vonlaus um, að þær
yrðu að tilætlun. En hin illa samvizka kom drotnurum
lýðveldisins til að minnast mín sem þess, er sárast var
leikinn, þar sem ég átti bróður að hefna. Flokkur af sam-
antíndum »braví« réðst að næturlagi á sumarbústað okk-
ar í fjöllunum. Ég hafði ekki nema þjóna mína til varnar.
En þegar fantarnir kenndu okkur vel við búna og á-
kveðna í að láta þá komast að fullkeyptu, kveiktu þeir í
húsinu á fjórum stöðum. í örvæntingu gerði ég úthlaup
með mönnum mínum, og höfðum systur mína, er vopnuð
var skammbyssu, í miðjum hópnum. En ég fékk högg á
höfuðið og hneig meðvitundarlaus til jarðar.
Það var komið fram á morgun, er ég raknaði við. Stað-
urinn var mannlaus brunarúst. Systir mín hafði farizt í
logunum; þjónar mínir hinir hraustu ýmist fallnir eða
hraktir aftur inn í bálið. #
Klukkustundum saman lá ég þannig hjá rjúkandi rúst-
unum, sem var framtíð mín, Þá fyrst staulaðist ég á fæt-
ur, er ég sá álengdar sveitafólk á ferli niðri í dalnum.
Eitt var mér ljóst: á meðan ég væri talinn lífs, myndi ég
aldrei óhultur. Eldgröfin var svo sem nógu víð og fram
17*