Jörð - 01.12.1931, Qupperneq 178
252 ANDREA DELFfN [Jörð
yfir það; hyrfi ég, myndi enginn efa, að ég hvíldi þar
með mönnum mínum. Og þar sem ég nú ráfaði um hina
klettóttu hæð, rakst ég á bréfatösku, sem einn af þjónum
mínum hafði átt; var hann frá Bresciu.1) Skjöl hans voru
í henni; ég stakk þeim á mig til vonar og vara og flýði
gegnum þéttan fjallaskóginn. Enginn varð á vegi mínum,
er komið gæti upp um mig. Er ég örmagna lagðist að
gruggugri skógartjörn, varð ég var við að heldur ekki
myndi útlit mitt koma upp um mig. Ég var orðinn grá-
hærður á þessari einu nótt; ellilegri svo mörgum árum
nam.
Þegar til Brescíu kom, var mér hægur vandi að þykj-
ast vera minn eiginn þjónn; því hann hafði barn að aldri
farið úr borginni og átti þar engin skyldmenni lengur. f
fimm ár dró ég þar fram lífið, líkt og ljósfælinn glæpa-
maður, og forðaðist menn. Magnleysi hafði gagntekið
anda minn, rétt eins og höggið, sem lamið hafði mig nið-
ur, hefði jafnframt molað líffæri viljans í mér.
Þess varð ég þó var, er ég frétti um atlögu yðar að
dulardóminum, að dautt var það ekki, heldur svaf það.
Með taugarnar þandar sem bogastreng, fylgdist ég með
fréttunum frá Feneyjum, og fann aflstrauma yngingar
taka að renna um æðarnar. Er ég svo frétti, að hugrekki
yðar hefði engu fengið áorkað, lagðist rétt sem allra
snöggvast gamla sinnuleysið yfir mig aftur. Fyr en varði
var sem eldlegur straumur geysaði um mig allan. Líkur
óhagganlegri, landskjálfta-alinni klettaborg gnæfði ásetn-
ingur minn: það, sem yður hafði ekki lánast á vegi laga
og réttar, það skyldi ég fullgera á stigum ofbeldis og
voðalegra neyðarúrræða; hinir ósýnilegu dómarar skyldu
hitta sjálfa sig fyrir, hjartkærri ættjörð minni til
bjargar.
Síðan hefi ég óaflátanlega prófað fyrirætlun mína og
ekki orðið var við óhreinar hvatir. í samvizku minni veit
i) Brescia (frb. bressjía): Gömul borg á Langbarðalandi (Norður-
Italíu); eru þar merkilegar byggingar frá fomöld (Rómaríki),
miðöldum og endurlifnunartímabilinu. Blómlegt atvinnulíf. fbú-
ar vjm 100000,