Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 179
ANDREA DELFÍN
253
Jprð]
ég, að það er ekki hatur til manna, ekki hefnd fyrir þján-
ingar, sem ég hefi orðið að þola, ekki einu sinni harmur
yfir því illa, sem ástvinum mínum var gei*t, sem kemur
mér til að rísa upp gegn ofbeldismönnunum. Það, sem
fær mig til að taka að mér hlutverk björgunarmanns
þjóðar, sem bundin er öllum viðjum ánauðar, og fella
einn þann dóm, sem annarstaðar hefir uppkveðinn verið
af samvilja frjálsrar þjóðar yfir rangsnúnum harðstjór-
um; — það er hvorki eigingirni né hégómleg eftirsókn
frægðar; það er einungis skuld, sem ég hefi sett mig í
með dáðlausu æskulífi; sem tillit yðar í Móróníníhöll skor-
aði á mig að greiða.
Mætti Drottni, sem ég treysti fyrir málefni mínu, að
eins sem einkauppbót fyrir allt, sem hann hefir látið mig
sjá á bak, þóknast að veita mér að lifa það, að þrýsta
hendi yðar í Feneyjum endurleystum. Þér munuð ekki
ýta frá yður blóðstokkinni hönd, sem þá á að engri vin-
arhönd að hverfa; því sá, sem gegnt hefir böðulsembætti,
er markaður einmanaleik og verður að forðast augu
manna. En láti ég lífið í hlutverki mínu, þá veit sá mað-
ur, sem ég met mest, að heldur ekki núverandi kynslóð
vantar fullu og öllu menn, sem kunna að láta lífið fyrir
Feneyjar.
Bréf þetta mun verða fært yður af trúverðugum manni,
sem lagt hefir niður embættisklæðnað þann, er hann bar
sem ritari dulardómsins og klæðst í staðinn munkakufli,
til þess að afplána með bæn og föstu þær syndir lýðveld-
isins, sem hann hafði þjónað með pennanum. Brennið
blöð þessi. Lifið heilir.
Candianó«.
ÞEGAR útlaginn hafði lokið lestrinum, sat hann
stundarlangt niðursokkinn í hryggð yfir hinum örlög-
þrungnu línum. Að því búnu hélt hann bréfinu yfir ljós-
inu, muldi öskuna í eldstóna og gekk eirðarlaust um gólf
fram á morgun. En ógæfumaðurinn, sem sent hafði hon-
um skriftamál þessi, var þá löngu sofnaður svefni rétt-
iátra.