Jörð - 01.12.1931, Page 180
254
ANDREA DELF'íN
[Jörð
D A G IN N eftir gekk hinn nýkomni maður snemma
út. Líklega hefði honum tekizt að blunda fyrir söngfjöri
Maríettu, sem var að þvo tröppurnar; en það sem gerði
hann glaðvakandi voru rokurnar í móður hennar út af
því, að hún gæti vakið upp dauða með hávaðanum í sér,
og myndi flæma alla leigjendur úr húsi þeirra með ótíma-
bærri iðkun sönglistarinnar. Á tröppunum staldraði hann
lítið eitt við; var húsfreyjan sezt þar á vanastað sinn og
fékk hann hjá henni heimilisföng nokkurra málaflutn-
ingsmanna og skjalaritara, sem kunningi hans einn í
Brescíu hafði skrifað upp nöfnin á handa honum. Þegar
hann hafði fengið upplýsingarnar, megnaði hvorki um-
hyggjusamleg samúð ekkjunnar með heilsu hans, né
rauða slaufan sem Mareítta hafði bundið í hárið, að koma
honum til að staldra lengur við. Og þvert á móti því, sem
vant var, að ekkjan hafði af megni spornað við kunnings-
skap milli dóttur sinnar og leigjenda, þá þótti henni ’nú
nóg um, hvað augasteini hennar var lítill gaumur gefinn.
Hærur hans gáfu engan veginn fulla skýringu á þessari
óeðlilegu blindni. Annað hvort hlaut hann að búa yfir
duldum harmi, eða hann var svo sjúkur að honum væri
mæða í að sjá fjör og heilsugnótt. Samt sem áður gekk
hann föstum skrefum og hröðum, og bringa hans var
breið og hvelfd, svo að sjúkdómur sá, er hann talaði um,
hiaut að eiga rætur sínar djúpt inni fyrir. Og ekki var
litarháttur hans óhraustlegur. Leit mörg mærin hann
hýru auga þar, sem hann gekk eftir strætum borgarinn-
ar; og var tillit Maríettu heldur engan veginn kærulaust,
er hún horfði á eftir honum út um glugga á efri hæðinni.
En hann gekk í þungum hugsunum til stai’fa sinna. Og
enda þótt hann hefði spurzt ítarlega fyrir hjá frú Gíó-
vönnu um leiðina, og hún að lokum, til þess að hughreysta
hann, vitnað í máltækið: »Með því að spyrjast fyrir, má
komast alla leið til Rómaborgar«, þá var nú svo að sjá,
sem honum væri það hægur vandi að komast hjálparlaust
fram úr allri götu- og áíkjaflækjunni. Stundum saman
gekk hann á milli málaflutningsmanna, en þeir skeyttu
engu meðmælunum frá starfsbróðurnum í Brescíu; leizt