Jörð - 01.12.1931, Síða 181
ANDREA DELPÍN
255
Jörð]
hann bersýnilega tortryggilegur, þrátt fyri'r látleysið.
Þvi í hrukkum á enni hans vottaði fyrir einhverju stæri-
lætiskenndu, sem gleggri menn gátu ráðið af, að honum
þætti sér naumast samboðið starf það, er hann sótti' um.
Að lokum kom hann til skjalaritara, sem bjó í heldur
leiðinlegum stað og virtist reka allskonar óféleg viðskifti
aukreitis. Hjá honum var hann tekinn til reynslu við
mjög lágu kaupi. Það, hvað hann var fljótur að ganga að
skilmálunum, vakti grun mannsins um, að hann ætti við
blásnauðan aðalsmann.
Andrea var samt augsýnilega hinn ánægðasti með
árangurinn af fyrirhöfn si'nni, og fór nú, þar komið var
að dögurðartíma, inn í næsta veitingahús, þar sem hann
sá fólk úr fátækari stéttum sitja við löng, ódúkuð borð
og gutla ofan í sig ómetinu með gruggugu víni. Settist
hann í skot nærri dyrunum og át umyrðalaust úldinn fisk,
en forsmáði samt vínið, er hann hafði bragðað á því.
Hann var í þann veginn að borga reikning sinn, er
kurteislega var á hann yrt af manni, er nærri sat. Hafði
hann ekki tekið eftir manni þessum fyr, en raunar var
hann búinn að sitja þar lengi við hálfa vínflösku; át ekk-
ert, en dreypti á glasi sínu öðru hvoru og skældi við það
munninn eilitla ögn í hvert sinn. Þó að hann virtist
þreyttur, þar sem hann sat með hálflygndum augum, þá
flögraði hvasst augnaráð hans um skuggalegan salinn og
dróst einkum að Brescíumanninum. Maður þessi var á
fertugsaldri, með Ijóst hrokkið hár og þó af Gyðingaætt;
en fatnaður svartur með feneysku sniði. f eyrunum hafði
hann viðamikla gullhringi, á skónum voru spennur með
stórum tópösum;1) en hálslín bar hann kripplað og skitið,
og jakkinn, sem var úr vönduðu efni, hafði ekki verið
burstaður vikum saman.
»Herranum fellur ekki vínið«, sagði hann í hálfum
rómi og hallaði sér lipurlega að Andrea. »Herrann virð-
ist kominn af stakri tilviljun hingað, þar sem menn eru
óvanir að veita mönnum af heldri stétt«.
>) Tópas: gul tegund gimsteina, tiltölulega ódýr.