Jörð - 01.12.1931, Side 182
25G
ANDREA DELFÍN
[Jörð
»Afsakið, herra minn«, svaraði Andrea rólega, enda
þótt hann yrði að beita sig hörðu til þess að virða mann-
inn svars, »hvað vitið þér um stétt mína?«
»Ég sé það á því, hvernig herrann borðar, að hann er
vanur annarskonar félagsskap en hann hefir hér í kring-
um sig«, svaraði gyðingurinn.
Andrea leit á hann þóttafullum augum, sem hinn þoldi
ekki án þess að líta undan. Allt í einu var þá eins og hon-
um dytti eitthvað í hug, sem kom honum til að taka
áleitni náungans með einhverju, er líktist góðlyndi.
»Þér eruð slunginn mannþekkjari«, mælti hann. »Þér
hafið séð það rétt, að ég hefi áður þekkt betri daga og
drukkið ösvikin vín. Ég ber heldur ekki á móti því að ég
umgekkst góðan félagsskap, enda þótt ég sé alþýðumanns-
sonur og aðeins hafi lesið dálítið í lögum án þess að taka
próf. En ég hefi orðið fyrir óhöppum. Faðir minn varð
gjaldþrota, ég missti eigur mínar, og vesalings dómritari
og málaflutningsmannsfulltrúi getur ekki ætlast til meiri
kræsinga en finna má á slíkum stöðum sem þessum«.
»Lærður maður sómir sér ávallt«, anzaði hinn með
einstaklega ljúfmannlegu brosi. »Ég mundi telja mig
lánsmann, ef að ég gæti orðið velburðugheitum yðar að
einhverju liði. Því ég hefi alltaf sótzt eftir félagsskap
lærðra manna og vegna starfsemi minnar hefi ég haft
þó nokkur tækifæri til þess. Ef ég mætti stinga upp á því
við yðar velburðugheit að drekka með mér glas af betra
víni' en því, sem hér er til«.
»Ég hefi ekki ráð á því«, sagði Andrea kæruleysislega.
»Mér væri heiður að því, að sýha herranum feneyska
gestrisni; þér virðist aðkomumaður hér. Og gæti ég með
áhrifum mínum og kunnugleik orðið herranum að gagni
á einhvern hátt«....
Andrea ætlaði að fara undan í flæmingi, en tók þá eftir
að veitingamaðurinn, er stóð við skenkiborðið innan til í
salnum kinkaði í ákafa til hans sínum sköllótta kolli.
Einnig margir af gestunum,ervoru handiðnarmenn,torg-
kerlingar og slæpingjar, voru að gera honum ýms dulin
merki um, að þeir vildu láta hann vita nokkuð, en þyrðu