Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 183
ANDREA DELFÍN
257
Jörð]
ekki að láta á því bera. Hann lét því sem sér dytti allt í
einu í hug að borga, og gekk að veitingamanninum og
spurði hann svo hátt að heyra mátti, hvað hann skuldaði.
»Herra«, hvíslaði hinn góðlyndi öldungur, »varið yður
á honum. Það er afleitur náungi, sem þér eruð nú að
komast í tæri við. Dulardómararnir borga honum til þess
að njósna um leyndarmál manna, sem eru aðkomandi hér
í borginni. Sjáið þér ekki, að það er autt í króknum, sem
hann hefir setzt í? Allir þekkja hann hér, og fyr eða
seinna fer illa fyrir honum. En þó mér þyki illt að verða
að þola hann hérna, þá eigið þér sýnilega skilið, að ég
skenki ykkur ómengað vín«.
»Þakka yður, vinur«, sagði Andrea í sama róm og fyr.
»Vínið yðar er dálítið gruggugt, en ekkert óholt. Verið
þér sælir«.
Að svo mæltu fór hann að borði sinu, tók hatt sinn og
sagði við hinn smjaðurslega nágranna sinn: »Komið þér,
herra; við skulum heldur fara. Þér eruð ekki vel séður
hér«, bætti hann við í hálfum hljóðum. Ég verð þess var,
að þér eruð álitinn njósnari. Við skulum halda áfram
kunningsskap okkar annarstaðar«.
Langleita andlitið á Gyðingnum fölnaði upp. »Ekki
mátti það minna kosta«, kvað hann; »ég ligg þá undir
grun. En ég get ekki láð mönnum, þó að þeir séu helzt til
tortryggnir. Það úir og grúir af snuðrurum stjórnarinn-
ar. Atvinna mín«, hélt hann áfram, er þeir voru komnir
út á götu, »mín mörgu viðskiftasambönd leiða mig í svo
mörg og margskonar hús, að ég get vel ímyndað mér, að
svo geti sýnst, sem ég sé að snuðra uppi leyndarmál
raanna. En hvað ætli mig varði um annara málefni, þó að
ég ætti að lifa í hundrað ár. Ef að þeir bara borga mér
það, sem ég á hjá þeim, þá má ég hundur heita, ef að ég
grennslast frekar um hagi þeirra«.
»En mér finnst þó, hr..... hvert er nafn yðar?«
»Samúele«.
»Mér finnst þó, hr. Samúele, að yður liggi allt of illa
orð til þeirra, sem af ættjarðarást gx-ennslast eftir ráða-