Jörð - 01.12.1931, Side 184
258 ANDREA DELFÍN [Jörð
bruggi borgaranna og koma upp samsærum gegn þjóð-
veldinu áður en tjón hlýzt af«.
Gyðingurinn nam staðar, þreif í ermina á Andrea og
horfði á hann. »En að ég skyldi ekki kannast við yður
undir eins!« kvað hann. »Ég mátti sjálfum mér segja, að
yður mundi ekki af tilviljun skjóta upp í þessari sóða-
knæpu, og að ég hefði þann heiður að heilsa upp á stétt-
arbróður. Hvað hafið þér starfað lengi?
»Ég! Frá því hinn daginn«.
»Hvað eigið þér við, herra minn? Eruð þér að gera
gys að mér?«
»Engan veginn«, svaraði Andrea. »Því það er mín ein-
dregin alvara, að ná svo fljótt sem unnt er inngöngu í
reglu yðar. Mér hefir gengið illa, eins og ég sagði yður
áðan, og ég er kominn til Feneyja til þess að bæta kjör
mín. Skrifarakaup það, sem ég í dag hefi tryggt mér hjá
skjalaritara einum, er engan veginn það, sem ég vænti
mér af hamingju minni og hyggindaögn. Feneyjar eru
fögur borg, með fjörug torg; en hljóm ég heyri af gulli
í hlátrum fríðra kvenna; og fátækt minni illa eiri. Ég er
alveg að trénast upp á því«.
»Ég kann fyllilega að meta þann heiður er þér sýnið
mér með því að gera mig að trúnaðarmanni yðar«, sagði
gyðingurinn og vottaði fyrir áhyggjusvip á honum. »En
ég get ekki dulið yður þess, að landshöfðingjarnir eru
tregir til að taka ókunna aðkomumenn í þjónustu sína,
áður en þeir hafa staðizt ákveðinn reynslutíma og kynnzt
hér dálítið. Ef að þér þurfið á að halda, þá er pyngja mín
— ég tek aðeins lága vexti af vinum mínum«.
»Þakka yður fyrir, hr. Samúele«, svaraði Andrea
rólega. »Ég hefi mikið álit á hjálp yðar og fel mig henni
eindregið. En hér á ég heima; ég býð yður ekki inn fyrir,
því ég hefi svo mikið að gera fyrir nýja húsbónda minn.
Nafn mitt er Andrea Delfín, Calle della Cortesia«.
Hann tók í hendina á hinum kynlega kunningja sínum,
en sá stóð kyrr stundarkorn á eftir, lagði húsið og um-
hverfið á minnið, og muldraði eitthvað fyrir munni sér,
eíablandinn og undirfurðulegur á svip, svo sem hann