Jörð - 01.12.1931, Side 185
ANDREA DELFIN
259
Jörð]
væri ekki alveg á því að láta Brescíumanninn komast að
reynsluvottorðinu sem auðkeyptustu.
Þegar Andrea gekk upp tröppurnar, komst hann ekki
framhjá frú Gíóvönnu án þess að gefa henni ítarlega
skýrslu. Ekki var hún ánægð með stöðuna fyrir hans
hönd. Hún lézt ekki mundu linna látum fyrr, en hann
hefði náð sér í aðra stöðu, arðvænlegri og sæmilegri.
Hann hristi höfuðið. »Ég held hún nægi þetta stundar-
korn, sem ég á ólifað«, sagði hann alvörugefinn.
»En að heyra til yðar«, sagði þá frúin í ávítunarróm.
»Það er rétt að vera við illu búinn, en ekki síður að vona
góðs. Sjáið þér nú þetta indæla sólskin úti, og sneypist
yðar fyrir að vera kominn inn undir eins, og það á með-
an hljómleikurinn dunar á Fíazettunni og allt sem er frítt
og ríkt og ættgöfugt reikar fram og aftur um Markúsar-
torgið. Þar er yðar staður, en ekki herbergiskytran, hr.
Andi'ea«.
»Ekki er ég fríður, ríkur né ættgöfugur«, fbú Gíóvanna.
»Hafið þér þá enga ánægju af fegurðinni í tilverunni?«
spurði hún dálítið áköf og leit jafnfi’amt í kring um sig,
hvort Maríetta væri í nánd. »Þér þjáist, vænti ég, ekki
af ástarsorg?« -
»Nei, frú Gíóvanna«.
»Eða teljið þér það synd að vera kátur? Þér hafið þess-
konar bók á borðinu yðar; ég get þessa einungis vegna
þess, að þér eruð fyrsti leigjandi hér í húsinu, sem hefir
haft með sér uppbyggilega bók, þó að aumt sé til að vita.
En nú á dögum hugsar æskan: lifðu ósvífnislega og deyðu
guðrækilega; þá er laglega leikið á kölska; nóg að byrja
föstu á aðfangadagskvöld«.
»Góða frú«, sagði hann brosandi, »þér hafið allt of
miklar áhyggjur mín vegna, en mér fær enginn hjálpað.
Þegar ég sit í kyrrð við starf mitt, kann ég bezt við mig,
og þér gætuð gert mér greiða með því að útvega mér rit-
færi og nokkrar pappírsarkir«.
Skömmu seinna færði Maríetta honum hið umbeðna á
herbergi hans, þar sem hann sat þögull við gluggann og
horfði í gaupnir sér. f sömu skorðum fann hún hann um