Jörð - 01.12.1931, Page 186
260 ANDREA DELFÍN [Jörð
kvöldið, er hún færði honum ljós, og við spurningu henn-
ar um, hvers hann óskaði til matar, svaraði hann ein-
ungis: »brauð og vín«. Hún hafði ekki uppburði til að
spyrja hann, hvort hann vildi, að hún svældi burt mý-
varginn.
»Mamma«, sagði hún, er hún settist hjá þeirri öldruðu
á tröppupallinn, »ég fer ekki inn til hans aftur. Augun í
honum eru eins og í píslarvottunum í San Stefanós kap-
ellunni. Hann nístir úr mér allan hlátur«.
En hvað skyldi hún hafa sagt, ef hún hefði komið inn
í herbergið til hans fáeinum stundum seinna? Þrátt fyrir
næturgustinn, sem næddi yfir síkinu, lá hann úti í glugga
og masaði við herbergisþernuna hinu megin og rembdist
við að vera svolítið heimslegur til augnanna.
»Fagra Smeraldína«, sagði hann, »ég hafði enga eirð í
mér að bíða hins tiltekna tíma. Er ég gekk fram hjá
skartgripabúð, datt mér því í hug og keypti víravirkis-
nál, sem að vísu er þér ekki samboðin, en þó ósviknari en
sylgjurnar á vefjarhetti þínum. Opnaðu nú gluggann, svo
kasta ég henni yfir um í þeirri von, að mér sjálfum auðn-
ist bráðum að fara sömu leið og fleigja mér fyrir fætur
þér«.
»Það væri synd að væna yður um óhreinskilni«, sagði
'stúlkan brosandi og greip um leið með báðum höndum
gjöfina, sem hann hafði vafið innan í pappír. »Nei, sko
bara til, hvað þér hafið góðan smekk! Og sögðust þér
ekki vera fátækur? Vita skulu þér, að mér var sérstök
þörf á því í dag, að verða fyrir einhverjum glaðning.
Okkur hefir liðið illa í dag; greifynjan er í afleitu skapi.
Elskhugi hennar, Gríttí yngri, sonur lögréttumannsins,
hefir ekki látið sjá sig í 24 stundir. Hún lét fara heim til
hans, en þar vissi heldur enginn neitt, en óttast er um,
að dulardómurinn hafi látið taka hann fastan á laun.
Greifynjan er alveg utan við sig, tekur ekki við heim-
sóknum, en liggur á legubekk og grætur eins og viti sínu
fjær, og barði mig, þegar ég ætlaði að hugga hana«.
»Og ykkur órar ekki fyrir, af hverju ungi maðurinn er
ákærður?«