Jörð - 01.12.1931, Page 190
264 ANDREA DELFÍN [JÖrð
»f nafni hins háa tíumannaráðs«, var svarið, »ljúkið
upp«.
Þjónninn, er niðri var, hlýddi umsvifalaust og hurðin
að síkinu lokaðist að baki næturgestinum.
Stuttu seinna kom Smeraldína aftur inn í herbergi sitt,
æst, með úfið hár og glóð í vöngum. »Hafið þér heyrt
það?« hvíslaði hún. »Hjálpi okkur! Nú draga þeir greif-
ynjuna með sér og kyrkja hana eða kæfa, og hver ábyrg-
ist mér þá, að ég fái þetta 6 mánaða kaup, . sem hún
skuldar mér?«
»Láttu huggast, brjóstgóð mín«, svaraði Andrea flýtis-
lega. »Á meðan þú átt að góða vini, leggst þér eitthvað
til. En þú myndir gera mér greiða, ef að þú vildir fela
mig einhverstáðar þar, sem ég gæti heyrt, hvað hið háa
ráð vill frú þinni. Það er auðvitað nokkuð mikil forvitni,
en er það ekki von af aðkomandi manni. En auk þess er
ekki loku fyrir það skotið, að ég gæti orðið þér og greif-
ynjunni að gagni, þar eð ég vinn hjá málaflutningsmanni
og myndi hið fúsasta láta í té mína lítilfjörlegu þjónustu,
ef að til opinberrar ákæru kæmi«.
Hún hugsaði sig um. »Ekki get ég nú sagt, að það væri
vandi«, mælti hún þá. »Staðurinn má kallast öruggur.
Sjálf hefi ég oft verið þar í felum og ekki trúað minum
eigin eyrum. En — ef að það kæmist upp samt?«
»Þá tek ég allt á mínar herðar, kærasta, og enginn skal
komast að því, hvernig ég hefi sloppið inn í húsið. Sjáðu
til«, bætti hann við, »hérna eru þrjár sekkínur (ítalskur
gullpeningur) til vonar og vara, ef ég skyldi ekki fá tæki-
færi til að þakka þér eftir á. En gangi vel, þá muntu
reyna, að það lítið, sem ég ennþá hefi afgangs, skifti ég
fúslega með svo hygginni vinkonu«.
Hún stakk á sig gullinu án frekari umyrða, opnaði
dyrnar í snatri og hlustaði út í dimman ganginn. »Takið
af yður skóna«, hvíslaði hún. »Réttið mér hendina og
komið óhræddur með mér þangað, sem ég leiði yður. Allir
í húsinu sofa, að undanteknum dyraverðinum«.
Hún slökkti ljósið og læddist á undan út í ganginn en
teymdi hann á eftir sér. Þau fóru gegnum nokkur stór,