Jörð - 01.12.1931, Síða 191
ANDREA DELFÍN
265
Jörð]
dimm herbergi; þá opnaði þernan dyrnar að danssal, þar
sem svolítil glæta stafaði inn um þrjá háa glugga á fram-
hlið hallarinnar. Þar var hljómsveitarpallur við einn
vegginn, og lágu tröppur upp að honum. »Hægt«, sagði
þernan, »það brakar svolítið í tröppunum. Hérna skil ég
við yður. Þarna í þilinu finnið þér rifu, sem þér munuð
sjá og heyra nægilega um. Því hinumegin er viðtalsher-
bergi greifynjunnar. Þegar gesturinn er farinn sæki ég
yður aftur. En ekki meigið þér hreyfa yður, fyr en ég
kem«.
Að svo mæltu hvarf hún burt, en hann gekk hiklaust
upp hin fáu þrep og þukklaði sig fram með veggnum að
ljósrák, er stóð út frá þverveggnum; því þessi tvö her-
bergi höfðu fyr meir, er meira var um að vera, verið einn
hátíðasalur. Bjarminn kom frá silfurkertastjaka, sem
stóð þar inni á borðinu fyrir framan legubekk greifynj-
unnar og kastaði hvikulli birtu á veggmyndirnar. Andrea
varð að húka á hnjánum, til þess að koma augunum að.
En svo óþægileg sem stilling hans var, þá myndi marg-
ur hafa orðið til að skifta við hann, þó að flestum hefði
reyndar verið meira áhugaefni að sjá en heyra.
Því þó aldrei nema herbergisþernan hefði haft rétt
fyrir sér, er hún sagði að frú hennar væri vön að farða
sig mjög, þá var það sannarlega fremur vegna tízkunnar
en hins, að henni væri þörf á því, til •að sýnast fögur.
Hún sat á legubekknum svo klædd sem vænta mátti af
þeim, er ekki á von á heimsókn svo síðla; hárið glæsilega,
er brá fyrir glitrandi roða í, var hnýtt upp mjög einfald-
lega; augun grátnu ljómuðu dásamlega; vangarnir, fullir
og fölir, voru enn með farvegum tára. Maðurinn, sem
sat í hægindastólnum beint á móti henni og sneri baki að
Andrea, virtist horfa á hana með athygli; a. m. k. hreyfði
hann ekki oft höfuðið og hlustaði án annara hræringa á
æst orð hinnar fögru frúar.
»í sannleika!« sagði greifynjan og í yfirbragði hennar
var sama beizkjan og í röddinni, »mig furðar á því að þér
skuluð koma yður að, að láta sjá yður hérna, eftir að þér
svo skammarlega hafið fótumtroðið hin hátíðlegustu heit.
»8