Jörð - 01.12.1931, Page 192
266 ANDREA DELFÍN [Jörð
Hefi ég til þess gert yður svo margan greiða, að þér nú
farið svona grimmdarlega, fjandsamlega með mig. Hvað
hafið þér gert af honum, vesalings vininum mínum; hin-
um eina, sem ég kæri mig um, og þér höfðuð lofað að
hlífa, hvað sem á dyndi. Var þá ekki hægt að taka ein-
hvern annan en hann, ef að yður þótti rúm fyrir einn enn
í fangelsum yðar. Og hvað hafið þér svo sem fundið grun-
samlegt í fari hans; hvað hefir hann brotið á móti hinu
háa þjóðveldi, úr því að ekki var hægt að notast við neina
vægari refsingu en útlegð; ekki neina, sem hefði komið
vægilegar niður á mér? Því að ekki hefi ég dulið yður
þess, að við þenna unga mann er hjarta mitt bundið, og
að sá væri minn fjandi, sem skerti þó ekki væri nema eitt
hár á höfði hans. Skilið mér honum aftur; að öðrum kosti
slít ég sérhvert samband við yður í eitt skifti fyrir öll,
yfirgef Feneyjar og leita uppi vin minn í útlegð hans og
læt yður fá að finna, hvers þér hafið í misst við svik
þessi, þessa andstyggð. ó — að ég nokkru sinni skyldi
gerast verkfæri yðar!«
»Þér gleymið, greifynja«, sagði maðurinn, »að það er
á voru valdi að koma í veg fyrir flótta yðar, og enda þótt
hann kynni að heppnast, þá er langur armur vor og nógu
aflmikill til að sundurkremja yður, hvar sem þér telduð
yður hafa fundið friðland. Grittí yngri hefir unnið til
refsingar sinnar. Þrátt fyrir aðvaranir sem vér höfum
látið honum til eyrna berast, hefir hann sem ákafast
haldið kunningsskap sínum við austurríska sendisveitar-
riiarann, sem er öllum hnútum kunnugur, þótt ungur sé.
Lög Feneyja banna slíka umgengni afdráttarlaust, eins
og yður er fullkunnugt. Einnig hefir náðst í bréf frá
Angeló Queríní, þar sem hann lýkur lofsorði á þenna
unga, ógætna mann. Af föðurlegri umhyggju gerðum við
hann útlægan, áður en hann yrði sekari. En jafnframt
er oss ljóst, hvað þér eigið inni hjá oss, Leonóra! Og
þessvegna hefi ég verið sendur til yðar, til þess að veita
yður þessar upplýsingar og gefa yður fáeinar bendingar
um, hvernig yður gæti auðnast að bæta úr öllu þessu, ef
að þér eruð skynsöm«.