Jörð - 01.12.1931, Page 193
Jörð] ANDREA DELFÍN 267
»Ég er uppgefin á því«, mælti hún æst, »ég er uppgef-
in á að taka fyrirskipunum yðar. Dagurinn í dag hefir
sýnt mér fram á, að það verður mér fyr eða síðar til tor-
tímingar, ef að ég set traust mitt á yður og geri mér í
hugarlund, að ég öðlist þakklæti fyrir það, sem ég þvæli
mér út í yðar þágu; mér er það ekki einu sinni til varn-
ar gegn svívirðilegustu móðgunum. Ég þarf yðar ekki
með, ég vil ekki sjá yður, öllu er lokið milli mín og þess-
arar háu ríkisstjórnar, sem sparar ekki vin fremur en
fjanda«.
»Verst«, tók hann fram í, »að yður er þess þörf, að vér
viljum enn sjá framan í yður, og að þessvegna getur ekki
öllu verið lokið okkar á milli. Þér fáið skilið, Leónóra, að
það væri svona og svona að leyfa yður, sem eruð svo
kunnug hnútum þjóðveldisirís, að flytja til framandi
landa, þar sem þér e. t. v. yrðuð smituð af farsótt tízk-
unnar og færuð að skrifa endurminningar yðar. Þér eruð
óaðskiljanlegur hluti Feneyjaveldis, og vér höfum hjá
yður séð nóg sýnishorn hygginda, sem hafin eru upp yfir
konudutlunga, til þess, að vera þess öruggir, að ekki þurfi
neinar vífilengjur, til þess að þér áttið yður«.
»Ekkert vil ég heyra um sættir«, kallaði hún ástríðu-
full, og tár komu aftur fram í augu hennar. Að hvaða
gagni kæmi það, þó að ég vildi. Ég er til einskis nýt, ég
sem ekki skil hversdagslegustu hlúti, þegar mig vantar
blessaðan Grittí minn«.
»Þér skuluð fá hann, Leónóra. En ekki alveg um hæl,
því að það mundi rekast á fyrirætlanir vorar«.
»Og hversu lengi á ég að þreyja?« spurði spurði hún
og horfði á hann bænaraugum.
»Það er undir yður komið«, svaraði hann. »Hversu
langan tíma þurfið þér til að töfra ungan mann, sem
fram að þessu hefir haft það orð á sér, að vera mesti
dyggðadrumbur ?«
Á svip hennar brá fyrir forvitni og áhuga, og stakk
það mjög í stúf við sársauka þann og örvæntingu, er að
þessu hafði verið á andliti hennar sén. »Hvern eruð þér
að tala um?« spurði hún.
18*